Færsluflokkur: Mannréttindi

Brilliant markaðshugmynd eða skerðing persónufrelsis?

Hugmyndin er bráðsnjöll en ég er ekki viss um að hún standist skoðun persónuverndar sem dæmi. Vissulega mundi svona aðgerð vekja athygli, að minnsta kosti um stund, og væntanlega vinna til markaðsverðlauna einhvers staðar sem enginn þekkir. Inspired By Iceland herferðinn fekk einmitt svoleiðis verðlaun um daginn.

Og nú er ég ekki að gera lítið úr herferðinni sem slíkri en það er auðvitað umhugsunarefni að fótboltamenn úr Stjörnunni fái meiri athyggli á vefnum fyrir "fagn" eftir að skora mark en samstillt átak væntanlega færustu markaðsmanna landsins sem fengu milljónir til ráðstöfunar.

Persónulega hugnast mér ekki að vera í beinni útsendingu á 150 vinsælum ferðamannastöðum á landinu. Ef svona myndavélar verða settar upp þá verður að tryggja að ekki sé hægt að þekkja fólk á myndunum.


mbl.is Vilja vefmyndavélar á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband