Ferðaþjónustan skilar nógum tekjum til að greiða fyrir framkvæmdir á ferðamannastöðum
16.10.2010 | 18:12
Tillögur um gjaldtöku á ferðamannastöðum er auðvitað dæmi um nýjan skatt.
Sérstakur skattur á ferðamenn er óþarfur þar sem núverandi skatttekjur af ferðamönnum eru nægar nú þegar.
Í fyrsta lagi skapa 500.000 erlendir ferðamenn + 100.000 af skemmtiferðaskipum um 8.000 störf sem skilar tekjuskatti í ríkissjóð.
Í öðru lagi fær ríkið virðisaukaskatt af þjónustu og verslun ferðamanna.
Mikilvægt er að hlúa að ferðamannastöðum sem margir liggja undir skemmdum, t.d. okkar aðal náttúruperla - hverasvæðið við Geysi. Ríkið verður að taka af skarið og kaupa þetta einkaland fyrir komandi kynslóðir.
Af tvennu illu er skattur á ferðamenn betri kostur en að íslenskar náttúruperlur skemmist vegna ágangs ferðamanna.
En að stjórnmálamenn skuli ekki hafa tryggt fjármagn úr sameginlegum sjóðum til umsjónar, viðhalds og uppbyggingar ferðamannastaða er forkastanlegt.
![]() |
Andstaða við gistináttagjald |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Ferðalög | Aukaflokkar: Fjölmiðlar, Stjórnmál og samfélag, Umhverfismál | Breytt s.d. kl. 18:15 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.