Brilliant markaðshugmynd eða skerðing persónufrelsis?
11.12.2010 | 01:28
Hugmyndin er bráðsnjöll en ég er ekki viss um að hún standist skoðun persónuverndar sem dæmi. Vissulega mundi svona aðgerð vekja athygli, að minnsta kosti um stund, og væntanlega vinna til markaðsverðlauna einhvers staðar sem enginn þekkir. Inspired By Iceland herferðinn fekk einmitt svoleiðis verðlaun um daginn.
Og nú er ég ekki að gera lítið úr herferðinni sem slíkri en það er auðvitað umhugsunarefni að fótboltamenn úr Stjörnunni fái meiri athyggli á vefnum fyrir "fagn" eftir að skora mark en samstillt átak væntanlega færustu markaðsmanna landsins sem fengu milljónir til ráðstöfunar.
Persónulega hugnast mér ekki að vera í beinni útsendingu á 150 vinsælum ferðamannastöðum á landinu. Ef svona myndavélar verða settar upp þá verður að tryggja að ekki sé hægt að þekkja fólk á myndunum.
Vilja vefmyndavélar á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Ferðalög | Aukaflokkar: Mannréttindi, Stjórnmál og samfélag, Umhverfismál | Breytt s.d. kl. 01:30 | Facebook
Athugasemdir
ég held að það sé ekkert sniðugt að gera þetta.. svo að fólk sé að njóta náttúrunar frítt í stað fyrir að fólk komi frekar til landsins að skoða náttúruna.. því að það er best fyrir þjóðina að fá fleyri ferðamenn til landsins því þetta er núna stærðsta inkoma landsins. Þetta er ekki góð markaðssetning
commentari (IP-tala skráð) 11.12.2010 kl. 02:28
Ég hef oft verið að velta því af hverju fólk veltir sér upp úr persónu frelsi þegar kemur að svona löguðu þegar það er sjálft að setja nóg af upplýsingum um sig á netið.
Til að mynda skólaferillinn í gegnum Linkedin
í gegnum facebook, þó maður sé ekki tengdur er hægt að sjá áhugamál og ýmsa vini.
í gegnum Flickr er svo hægt að púsla saman nóg af upplýsingum.
og í gegnum blogg síður hendir fólk fram persónulegum skoðunum og hugmyndum.
Hvaða persónufrelsi þarf að vernda í gegnum vefmyndavélar í lágri upplausn þegar allar upplýsingar og myndir af einstaklingum eru þegar á netinu.
Tómas Már (IP-tala skráð) 11.12.2010 kl. 03:33
Rétt, það er hægt að finna margt um fólk á netinu. Hinsvegar er stigsmunur á því að skoða efni sem fólk hefur sett inn sjálft um sig, og hreyfimyndum teknum af þriðja aðila sem hægt er að sjá í rauntíma. Ef fólk ekki þekkist á myndunum er þetta ekki vandamál.
Stefán Helgi Valsson, 12.12.2010 kl. 00:49
Þetta er MJÖG SLÆM SKAMMSÝN OG HEIMSKULEG HUGMYND sem GERIR LÍTIÐ ÚR NÝRRI ÍMYND ÍSLANDS SEM LAND "FRELSIS" MEÐ TILKOMU VERU WIKILEKAS HÉR OG FLEIRA!!! Heimsku, heimsku, heimsku sveitalubba þingmenn að gera tillögu að sama kjaftæði og fólki er að blæða fyrir annars staðar hér.......30 árum seinna og kalla það eitthvað nýtt.
Venjulegur Londonbúi er "í beinni" hvar sem hann fer 24/7. Viljum við lifa þannig? Hvað ef einhver Hitler kemst nú til valda? Ekki bjuggust Þjóðverjar við því? Hefði það gerst í dag í eftirlitssamfélaginu hefði enginn gyðingur komist undan. NEI TAKK!
NEI TAKK (IP-tala skráð) 12.12.2010 kl. 09:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.