Gríðarlegt ferðaþjónustutækifæri í uppsiglingu í Landeyjum

Eftirfarandi greinarstúfur eftir mig birtist í Fréttablaðinu þriðjudaginn 18. mars 2008.

 

BRÉF TIL BLAÐSINS

 

 

Stefán Helgi Valsson leiðsögumaður skrifar um ferðaþjónustu:

 

Tilkoma Landeyjahafnar við Bakka árið 2010 skapar nýtt og langþráð tækifæri í ferðaþjónustu á svæðinu. Í fyrsta sinn verður hægt að bjóða ferðamönnum í stutta en áhugaverða útsýnissiglingu um Vestmannaeyjar frá fastalandinu með lítilli fyrirhöfn. 

Í skoðunarferð frá Landeyjahöfn um Vestmannaeyjar sjást Elliðaey, Bjarnarey, suðurhluti Heimaeyjar, Suðurey, Hellisey, Súlnasker og kóróna meistaraverksins sem er Surtsey. Þaðan er hægt að sigla aftur til Landeyja eða skjótast til Þrídranga með viðkomu á Heimaey þar sem gestum gæfist m.a. tækifæri til þess að litast um í væntanlegri gestastofu Surtseyjar.

 

Lundi er í öllum eyjunum á sumrin og í Súlnaskeri er næststærsta súlubyggð landsins. Líklega tæki ferð eins og hér er lýst um 3-4 klukkustundir sem er einkar heppileg tímalengd sé tillit tekið til þarfa fólks í skipulögðum hópferðum á leið umhverfis landið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Stefán Helgi.

Ég las þessa grein þína með áhuga í blaðinu sem  gamall Sunnlendingur.

Þetta er þó vissulega háð því að ferjuhöfn við Bakka verði sú samgöngubót til handa Vestmanneyingum sem að er stefnt.

Það atriði á eftir að koma í ljós, þ.e. hvort ferjuhöfnin verði fær allt árið um kring vegna veðurs og vinda.

Vissulega vonar maður að svo verði að höfnin nýtist sem slík og þá fyrst má eygja slík tækifæri sem þú lýsir.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 19.3.2008 kl. 02:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband