Hvers vegna fær Ólafur ekki að reisa foss í Reykjavík?
5.4.2008 | 20:52
Vatn er það sem einkennir Reykjavíkurborg umfram allt annað. Borgin er umlukin vatni. Borgin fær heitt vatn úr iðrum jarðar. Borgin fær hreint drykkjarvatn úr Gvendarbrunni. Laxveiðiá rennur um borgina og svo framvegis.
Vatn er vörumerki Reykjavíkur. Eigendur átöppunarverksmiðjunnar í nágrenni Þorlákshafnar í samvinnu við Reykjavíkurborg ættu að íhuga að styrkja Ólaf til góðra verka í borginni. Það mundi eflaust hafa gríðarlegt auglýsingagildi í för með sér fyrir fyrirtækið og undirstrika einkenni Reykjavíkurborgar gagnvart umheiminum ferðaþjónustunni til góða.
Fossar rísa í New York | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Er raunverulega skortur á fossum á Íslandi, jafnvel svo að þurfi að búa til einn í Reykjavík? Ég næ því ekki og þykist þó hafa talverða nasasjón af ferðaþjónustu, eðli hennar og stöðu.
Nauðsynlegt er að leiðrétta að Reykvíkingar fá ekki lengur drykkjarvatn sitt úr Gvendarbrunnum og að um borgarlandið renna tvær laxveiðiár, ekki bara ein. Eða eru þær javnel fleiri?
Herbert Guðmundsson, 5.4.2008 kl. 21:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.