Nær 60 nemendur útskrifast frá Leiðsöguskóla Íslands í maí 2008

Leiðsöguskóli Íslands útskrifar u.þ.b. 60 nemendur í vor. Rúmlega helmingur nemenda kemur til með að útskrifast með próf í almennri leiðsögn, 12 með próf í gönguleiðsögn og 12 með próf í afþreyingarleiðsögn.

Útskrifaðir nemendur bætast í hóp rúmlega 1.000 fagmenntaðra leiðsögumanna sem útskrifast hafa frá Leiðsöguskóla Íslands.

Hringferð nemenda í almenna náminu fer fram 15-20. maí og æfingaferð gönguleiðsögumanna 15-19. maí. Nemendur búa yfir fjölbreyttum tungumálum að vanda, s.s. ensku, frönsku, ítölsku, þýsku, sænsku, dönsku, norsku, hollensku og rússnesku.

 

Útskrift leiðsögumanna verður í Digranesskirkju 22. maí klukkan 16:00-17:30.

 

Ólöf Ýrr Atladóttir nýskipaður ferðamálastjóri skrifar undir skírteini útskriftarnema í fyrsta sinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Hljómar vel, mig grunar að þörfin fyrir leiðsögumenn aukist hraðar en skólakerfið nær að framleiða þessa dagana.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 15.4.2008 kl. 21:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband