Landið liggur undir skemmdum og fjöldi ferðamanna er orðinn slíkur að það er ekki þverfótað fyrir þeim. Nýlega sagði erlendur ferðamaður frá því í viðtali í Kastljósinu að fjöldi erlendra ferðamanna í miðbæ Reykjavíkur hefði komið sér á óvart.
Kannski kemur það einhverjum á óvart að rúmur helmingur starfsfólks í ferðaþjónustu á Íslandi er af erlendu bergi brotið. Væntanlega þyrfti að loka mörgum gististöðum víðsvegar um landið ef ekki væri fyrir harðduglegt erlent starfsfólk sem kemur hingað til sumarvinnu. En er þetta ástand sem Íslendingar óska innlendri ferðarþjónustu?
Uppselt á ferðamannastaði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Íslendingar eru fámenn þjóð og það er mjög erfitt að manna nær hvaða starfsemi sem er ef eingöngu Íslendingar ættu að ráðast í vinnuna. Mér persónulega finnst MJÖG óþægilegt (tilfinningamál) að mæta afgreiðslufólki sem ekki getur talað Íslensku, en flestir ferðamenn tala ekki Íslensku þannig að þar kemur það sér ekki eins illa við þá og við hörundið á okkur. Til þess að byggja upp arðbæra og sjálfbærann atvinnurekstur á Íslandi verðum við í mörgum tilfellum að fá erlenda starfsmenn, það eða ekkert, nema við látum allt okkar í ´barna framleiðslu´ en eins og ástandið er núna með báða foreldra útivinnandi lítur ekki vel út með stórkostlega fjölgun þar. Fjöldi erlendra starfsmanna er frábæris fólk og koma með lit inní þjóðfélagið í menningarlegu tilliti. Ef ekki væru túristar í bænum væri hann meira og minna tómur, veitingahúsin væru færri og trúlega dýrari, mannlífið fátækara, reynum að njóta samvista við annað fólk og hvers annars. Maður er manns gaman, jafnvel útlendingar. Við þurfum að byggja upp tækifæri fyrir ferðamanninn annað en að róla upp og niður Skólavörðustíginn. Við erum öll ferðamenn þegar búið er að skella útidyrunum.
gerdur palmadottir (IP-tala skráð) 7.8.2008 kl. 18:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.