Ókeypis flugfar til Íslands ein leið til að leysa gjaldeyrisskort
3.10.2008 | 22:01
Hugmyndin:
Ríkið og Flugleiðir gera með sér samning um að bjóða erlendum ferðamönnum ókeypis flug til og frá Íslandi á lágönn.
Aðgerðaráætlun:
Ísland er auglýst sem ódýrt land á helstu markaðssvæðum okkar í fyrsta sinn í langan langan tíma sem mundi væntanlega eiða til aukinnar eftirspurnar.
Ferðamennirnir greiða skatta og umsýslugjöld af flugferðum til og frá Íslandi.
Ríkið greiðir Flugleiðum það sem uppá vantar.
Ferðamennirnir kaupa gistingu, mat, skoðunarferðir í rútum með leiðsögumönnum, vörur og ýmsa þjónustu á ótrúlega hagstæðum kjörum miðað við það sem áður var.
Starfsfólk Flugleiða fær nóg að gera á lágönn og rekstur fyrirtækisins er tryggður.
Starfsfólk í ferðaþjónustu á Íslandi fær nóg að gera á lágönn.
Hótelin standa undir afborgunum á lágönn.
Veitingahúsin fá nóg að gera á lágönn.
Tekjur:
Af þessu fær ríkissjóður bæði tekjuskatt frá starfsfólki í ferðaþjónustu og virðisaukaskatt af sölu vöru og þjónustu sem kæmi væntanlega með að standa undir samningnum við Flugleiði.
Aðgerðin mundi fyrst og fremst auka gjaldeyrisforðann en jafnframt slá á atvinnuleysi og auka tekjur ríkissjóðs.
Er þetta ekki rakið dæmi?
Fulla ferð!
Icelandair kynnir nýtt farrými | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
snilldarhugmynd
Hólmdís Hjartardóttir, 3.10.2008 kl. 22:23
Bara tær snilld.
Blessaður komdu þessu á framfæri á réttum stöðum. Við þurfum fleiri svona frábærar hugmyndir. (Eru landsfeðurnir ekki að hamast við að segja okkur hvað við séum frááááábær)
Jón Ragnar Björnsson, 3.10.2008 kl. 22:46
Af hverju eru ekki alvöru menn með alvöru hugmyndir við völd i þessu landi eins og þú? Þetta er nákvæmlega það sem þarf TAKK FYRIR!
Einar Ingimarsson (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 23:50
íst vel á þetta. Tær snilld!
Villi Asgeirsson, 4.10.2008 kl. 01:24
Frábær pæling, það er nákvæmlega svona hugmyndaauðgi sem við þurfum mest á að halda núna. Bara ef þeir sem völdin hafa kynnu að hugsa svona "út fyrir rammann", við þurfum lausnir sem henta í nútímanum.
Önnur hugmynd sem kemur ekki frá mér sjálfum en var varpað fram í tilefni af ótta sumra við mögulegan eldsneytisskort, er að byrja aftur að versla olíuvörur af Rússum og borga einfaldlega fyrir þær með fiski eins og tíðkastist fyrir nokkrum áratugum þegar erlendur gjaldeyrir var af skornum skammti. Það er ekki eins og þetta sé í fyrsta sinn í Íslandssögunni sem við höfum þurft að beita ýmsum ráðum til að þrauka á takmörkuðum gjaldeyrisforða.
Góðar stundir.
Guðmundur Ásgeirsson, 4.10.2008 kl. 21:55
Takk fyrir góð viðbrögð við hugmyndinni um að bjóða erlendum ferðamönnum ókeypis til Íslands með það í huga að auka gjaldeyristekjur. Þeir sem hér hafa skrifað hafa e.t.v. áhuga á að lesa nýjustu færsluna á blogginu sem heitir "Iceland on sale".
Stefán Helgi Valsson, 14.10.2008 kl. 19:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.