Félag leiðsögumanna leggur sitt af mörkum
20.10.2008 | 12:14
Félag leiðsögumanna lýsir sig reiðubúið að liðsinna ferðaskrifstofum í því að finna hæfa og vel menntaða leiðsögumenn til að sinna hópum ferðamanna utan háannar. Sjá tilkynningu frá stjórn Félags leiðsögumanna á vef félagsins.
Ferðamálastofa boðar aðgerðir til að fjölga ferðamönnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll Stefán,
Alltaf gott að fá stuðning góðra fagmanna en eru félagsmenn Félags Leiðsögumanna reiðubúnir að vinna endurgjaldslaust eða á lágmarkskostnaði störf í þágu landkynningar, það er að taka á móti blaðamönnum og öðrum aðilum sem áhuga hafa á að kynna Ísland sem hagstæðan og öruggan áfangastað?
Þórir (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 14:33
Ég er líka leiðsögumaður, Þórir, og get sagt þér fyrir mína hönd að ég er ekki tilbúin að vinna launalaust en hef því miður unnið fyrir lágmarksgjald. Úr hvaða stétt kemur þú og hvað vakir fyrir þér með spurningunni?
Berglind Steinsdóttir, 20.10.2008 kl. 19:28
Sæll Þórir,
Ég hafði nú ekki hugsað mér að vinna launlaust, en mundi að sjálfsögðu skoða það ef þörfin er brýn.
Hitt er svo annað mál að laun leiðsögumanna samkvæmt kjarasamningum eru svo lág um þessar mundir að þau skipta litlu máli í kostnaðarútreikningum.
Dagslaun leiðsögumanns sem fer með allt að 70 ferðamönnum í hópbifreið til Gullfoss og Geysis fær greidda upphæð sem nemur kostnaði við gistingu eins manns á gistiheimili í Reykjavík, án morgunverðar.
Stefán Helgi Valsson, 21.10.2008 kl. 08:51
Sæl Berglind og Stefán,
Það sem ég átti nákvæmlega við var að allir fagna áhuga Félags Leiðsögumanna um að auka ferðamannastraum til Íslands. Staðreyndin er sú að við þurfum að vinna mikið landkynningarstarf og koma sjónarmiðum okkar á framfæri við erlenda viðskiptavini. Það kostar mikla peninga sem að litlu leyti er fjármagnað með opinberu fé, því miður.
Ferðaþjónustuaðilar, flugfélög, ferðaskrifstofur, rútufyrirtæki, afþreyingafyrirtæki, hótel og veitingastaðir hafa mörg hver lagt sitt af mörkum. Með því að verðleggja þjónustu sína verulega lágt, jafnvel undir kostnaðarverði eða frítt, við að þjónusta blaðamenn og fleiri sem eru að kynna Ísland, t.d. með skrifum í erlend blöð og fleira.
Auðvitað er ekki eðlilegt að fara fram á það við einstakling, leiðsögumann, að hann gefi vinnu sína en má ekki hugleiða að Félag Leiðsögumanna stofni sjóð þar sem sækja má um framlag til að greiða fyrir þjónustu leiðsögumanna í landkynningarskyni?
Þetta er mín hugmynd Stefán og ég treysti þér til að koma henni vel á framfæri. Hafðu samband ef eitthvað er óljóst.
Kveðja, Þórir
Þórir (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 22:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.