Friðland hvala

Ég legg til að stofnað verði friðland hvala sem fyrst á þeim svæðum þar sem skipulegar hvalaskoðunarferðir fara fram. Stofnun friðlands sýndi á óyggjandi hátt vilja stjórnvalda til þess að vernda hvali um ókomna framtíð, bætti ímynd Íslands erlendis, verndaði hagsmuni ferðaþjónustuaðila og uppfyllti væntingar ferðamanna. Við fyrstu sýn getur virst að stofnun friðlands sé einungis grænþvottur á hvalveiðistefnu stjórnvalda og það að vernda nokkur svæði en leyfa veiðar á öðrum sé tvískinnungsháttur. Fordæmi eru þó fyrir slíku erlendis og hefur gefist vel.  Sjá nánar, smellið hér.  
mbl.is Hóta Íslendingum vegna hvalveiða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert J. Eiríksson

Það er nú einmitt frétt um þetta á mbl í dag

http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/03/31/svaedi_afmorkud_fyrir_hvalaskodun/

kv EJE

Eggert J. Eiríksson, 31.3.2009 kl. 18:11

2 Smámynd: Guðmundur Björn

Þessar innantómu hótanir hafa átt sér stað í áratug og ekkert gerist.  Ferðmönnum fjölgar og fjölgar með hverju árinu.

Hval er sjálfsagt að nýta eins og hvert annað úr sjónum.

Guðmundur Björn, 31.3.2009 kl. 19:17

3 Smámynd: Stefán Helgi Valsson

Eggert og Björn, smellið á krækjuna til að lesa restina af greininni, sem ég skrifaði í Morgunblaðið, árið 2003.

Stefán Helgi Valsson, 10.4.2009 kl. 12:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband