Eru fjöldaferðamannastaðir slæmir?

Hvers vegna eru leiðsögumenn ofurnæmir fyrir þróun fjöldaferðamennsku á Íslandi á meðan almenningur og stjórnvöld kæra sig kollótt?

Margir leiðögumenn kollegar mínir hugsa með hryllingi til Geysissvæðisins í tvennum skilningi. Í fyrsta lagi vegna þess að staðurinn er í mikilli niðurníðslu og í öðru lagi vegna þess að hrikalegur fjöldi ferðamanna suma daga dregur úr mjög úr jákvæðri upplifun af svæðinu.

Í hádeginu suma daga á sumrin spígspora um svæðið allt að 6.000 manns, langflestir um hádegisbilið milli klukkan 11 og 15.

Í mínum huga er Geysisvæðið skólabókardæmi um fjöldaferðamannastað (e. mass tourism attraction) en aldrei er minnst á þessa staðreynd í upplýsingar- og kynningarefni Ferðamálastofu né söluaðila ferðaþjónustu, væntanlega vegna þess að fjöldaferðamennska (e. mass tourism) er neikvæð í hugum ferðamanna, einkum þeirra sem fara gagngert til lands til að upplifa náttúruna eins og um 80 prósent erlendra ferðamanna sem koma hingað til lands segjast gera.

Póstmódernísk skrif lýsa gjarna Amerískum nútíma-ferðamannastöðum á þann hátt að þeir endurspegli hluta af póstmódernískum kenningum í því að leggja áherslu á manngerða og óekta hluti, skírskota til fjöldans, líkja eftir sögulegum staðreyndum, og leitast við að sýna fullkomna útgáfu af þeim sjálfum.

Þetta er þröng og breyngluð sýn sem ekki tekur vinsældir og fjölda slíkra staða í Amerísku landslagi með í reikninginn, sem kallar á svar við þeirri spurningu hvaða merkingu staðirnir hafa í hugum þátttakenda, því slík ófræging amerískrar fjöldamenningar og fjöldaferðamannastaða þröngvar fram sjónarmiðum elítu sem er blind fyrir öðru en eigin hugmyndum (Edward Bruner, 1994).

Leiðsögumenn sem ég hef rætt við á förnum vegi eru flestir ef ekki allir sammála því að fjöldi ferðamanna á Geysissvæðinu er alltof mikill suma daga. Þeir hafa ennfremur fylgst með stækkun verslunar og hótels, byggingu smáhýsa, sundlaugar og gestastofu sem líkir eftir sögulegum staðreyndum - sem e.t.v. leitast við að sýna fullkomna útgáfu af Geysisvæðinu.

Þótt leiðsögumenn séu í grundvallaratriðum á móti uppbyggingu sem hér er lýst þá er þeim ljóst að ákveðin þjónusta er nauðsynleg á vinsælum ferðamannastöðum.

Leiðsögumenn leggja mikla áherslu á fyrirbyggjandi aðgerðir á fjöldaferðamannastöðum eins og á Geysissvæðinu í því sjónarmiði að fyrirbyggja slys að svo miklu leyti sem það er hægt, og til þess að vernda náttúruna.

Ástandið við Geysi er svo slæmt að sumir leiðsögumenn eru mjög ósáttir við að stoppa þar - en gera það samt vegna þess að staðurinn er rækilega kynntur í leiðarlýsingu.

Hvers vegna ætli leiðsögumenn séu svona ofurnæmir fyrir þróun fjöldaferðamennsku á Íslandi á meðan almenningur og stjórnvöld kæra sig kollótt?

Ef svo er - hvað er það sem veldur?

Mig grunar að margir Íslendingar sem ferðast um landið í sumar komi til með að ranka við sér.


Friðland hvala

Ég legg til að stofnað verði friðland hvala sem fyrst á þeim svæðum þar sem skipulegar hvalaskoðunarferðir fara fram. Stofnun friðlands sýndi á óyggjandi hátt vilja stjórnvalda til þess að vernda hvali um ókomna framtíð, bætti ímynd Íslands erlendis, verndaði hagsmuni ferðaþjónustuaðila og uppfyllti væntingar ferðamanna. Við fyrstu sýn getur virst að stofnun friðlands sé einungis grænþvottur á hvalveiðistefnu stjórnvalda og það að vernda nokkur svæði en leyfa veiðar á öðrum sé tvískinnungsháttur. Fordæmi eru þó fyrir slíku erlendis og hefur gefist vel. Lesið nánar, smellið hér.

 

 


mbl.is Svæði afmörkuð fyrir hvalaskoðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Friðland hvala

Ég legg til að stofnað verði friðland hvala sem fyrst á þeim svæðum þar sem skipulegar hvalaskoðunarferðir fara fram. Stofnun friðlands sýndi á óyggjandi hátt vilja stjórnvalda til þess að vernda hvali um ókomna framtíð, bætti ímynd Íslands erlendis, verndaði hagsmuni ferðaþjónustuaðila og uppfyllti væntingar ferðamanna. Við fyrstu sýn getur virst að stofnun friðlands sé einungis grænþvottur á hvalveiðistefnu stjórnvalda og það að vernda nokkur svæði en leyfa veiðar á öðrum sé tvískinnungsháttur. Fordæmi eru þó fyrir slíku erlendis og hefur gefist vel.  Sjá nánar, smellið hér.  
mbl.is Hóta Íslendingum vegna hvalveiða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýsköpun í ferðaþjónustu

Ráðherra ferðamála á Íslandi ráðstafaði á dögunum 100 milljónum af fé Byggðastofnunar í verkefni tengd ferðaþjónustu. Einkum uppbyggingu við hafnir til móttöku skemmtiferðaskipa og nýsköpun í ferðaþjónustu úti á landi.

Bent hefur verið á að verið sé að slá tvær flugur í einu höggi.

100 milljónir eru litlir fjármunir í samanburði við þær fjárhæðir sem kaupsýslumaðurinn í Finnlandi leggur í eina verslunarmiðstöð.

Ferðaþjónustan sem slík skilar miklum tekjum í ríkissjóð, sbr. hliðarreikningur ferðaþjónustunnar fyrir árið 2006.

Ég fagna að sjálfsögðu öllu sem vel er gert í ferðaþjónustu en kalla eftir auknu fé til úrbóta á viðkomustöðum ferðamanna, t.d. á Geysissvæðinu.

100 milljónir til ferðaþjónustunnar / landsbyggðarinnar árið 2009, smellið hér.

100 milljónir til ferðaþjónustunnar / landsbyggðarinnar árið 2008, smellið hér.


mbl.is Hyggst smíða nýtt Titanic
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ferðaþjónustan þarf á krísustjórnun að halda

Ísland þarf á krísustjórnun að halda fyrir ferðaþjónustuna. Gjósi Hekla er nauðsynlegt að koma skilaboðum til innlendra og erlendra ferðamanna áleiðis með skilvirkum og öruggum hætti, t.d. með upplýsingum á vefsíðu, til þess að þeir: a). komi til að njóta gossins. b). komi ekki.

Fólk verður að hafa öruggar heimildir fyrir því hvernig ástandið er á staðnum á hverjum tíma til að geta byggt ákvörðun sína á.

Frétt af eldgosi á Íslandi getur orsakað að ferðskrifstofa hættir við að senda hóp til Íslands, af "öryggisástæðum". Sú ákvörðun er hugsanlega byggð á röngum forsendum sem er bagalegt fyrir innlenda ferðaþjónustuaðila sem missa spón úr aski sínum - og þjóðarbúið, nú á síðustu og verstu tímum í gjaldeyrismálum.

Íslendingar vita af reynslu að gos í Heklu þarf ekki að þýða rask á samgöngum, en það vita útlendingar ekki.


mbl.is Eldgos í Alaska
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Maður handleggsbrotnaði við Geysi

Hollensk kona féll á stígnum við Gullfoss í síðustu viku en slasaðist ekki. Myndin tengist fréttinni ekki með beinum hætti.Þrjátíu og fimm ára Breskur ferðamaður handleggsbrotnaði við Geysi á laugardag og fékk aðhlynningu á sjúkrahúsinu á Selfossi. Þar eyddi hann þremur og hálfri klukkustund og fékk ekki verkjalyf fyrr en eftir að búið var að taka af honum röntgenmyndir. Í ljós kom að upphandleggurinn var brotinn. Aðeins einn læknir var á vakt og svaraði hann jafnframt í síma.

Mynd: Hollensk kona féll á stígnum við Gullfoss í síðustu viku. Myndin tengist ekki fréttinni með beinum hætti.

 

„Glerhált var á þeim stað þar sem maðurinn féll,“ sagði Hólmfríður Sigvaldadóttir leiðsögumaður mannsins og undrast yfir því hversu lítið er gert til þess að tryggja aðgengi og öryggi ferðamanna á helstu ferðamannastöðum landsins.  

Að sögn Hólmfríðar hafði maðurinn fyrr um daginn einnig fallið á hálum göngustíg við Gullfosskaffi. Maðurinn er einn síns liðs hér á landi en ferðast í 8 manna hópi á vegum breskrar og íslenskrar ferðaskrifstofu. Hann bíður nú heimferðar. 

„Það er undarlegt að með allt þetta heita vatn sem rennur á yfirborðinu við Geysi að ekki skuli vera hægt að setja hitalögn undir göngustéttina,“ sagði Börkur Hrólfsson leiðsögumaður sem frétti af slysinu.

Hólmfríður sagði manninn hafa kvalist af sársauka í drjúga stund áður en honum voru gefin verkjalyf.

 

Lítið hugsað um ferðamenn

„Þetta er hryllilegt til þess að hugsa hversu lítið er hugsað um þessi svæði. Það voru ábyggilega margir sem duttu bæði við Gullfoss og Geysi þennan dag en sluppu við skrekkinn,” sagði Hólmfríður.  

Að sögn Hólmfríðar er enginn munur á Gullfossi eða Geysi. „Á báðum stöðum er fljúgandi hálka þegar þannig viðrar og enginn mokar, stráir sandi eða salti á hálkubunkana. Fólk styðst við hvort annað á leiðinni niður að Gullfossi og tosar sig upp á kaðlinum sem liggur meðfram stígnum. Það er víst að þarna dettur fólk á hverju ári og slasast meira eða minna.“

„Í raun þyrfti fólk að nota mannbrodda eins og notaðir eru í jöklagöngum. Sjálfri er mér meinilla við að fólk fari niður að Gullfossi þegar er hált. Ég vara fólk við og mælist til þess að fólk fari ekki niður að fossinum en samt fer fólk niðureftir, líklega vegna þess að það gerir sér ekki grein fyrir út í hvað það er að fara. Leiðsögumaður með stóran hóp má þakka fyrir að allir skili sér eftir heimsókn á Gullfoss annars vegar og Geysi hinsvegar.“  

Stefán Helgi Valsson

Þessi frétt birtist fyrst á vefsíðu Félags leiðsögumanna.


mbl.is Þyrla sækir mjaðmarbrotna stúlku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alþjóðlegur dagur leiðsögumanna 21. febrúar 2009

Skúli Möller leiðsegir hópi á Alþjóðlegum degi leiðsögumanna 2009Fagmenntaðir leiðsögumenn og nemar í leiðsöguskóla Íslands leiðsögðu 85 erlendum gestum um miðbæ Reykjavíkur laugardaginn 21. febrúar á Alþjóðlegum degi leiðsögumanna.

Framtaki leiðsögumanna var allstaðar vel fagnað en atburðurinn var auglýstur á upplýsingamiðstöðvum, á nær öllum hótelum og á helstu gistiheimilum í Reykjavík.

_DSC5983_SkuliMoeller

Skúli Möller leiðsegir í fyrstu ferð dagsins.

Tilgangurinn með Alþjóðlegum degi leiðsögumanna, sem fyrst var haldinn hátíðlegur árið 1990 að undirlagi Alþjóðasambands leiðsögufélaga (WFTGA), er að auka sýnileika fagstéttarinnar og vekja athygli á fagmenntun leiðsögumanna.

Ursula E. Sonnenfeld (lengst til vinstri) og Friðrik Rúnar Guðmundsson (lengst til hægri), ásamt nokkrum gestum á Alþjóðlegum degi leiðsögumanna 2009.

Ursula E. Sonnenfeld (lengst til vinstri) og Friðrik Rúnar Guðmundsson (lengst til hægri), ásamt nokkrum gestum á Alþjóðlegum degi leiðsögumanna 2009.  

Nær helmingur þeirra sem naut leiðsagnar þennan dag mætti strax í fyrstu ferð klukkan ellefu um morguninn en síðan voru ferðir á um hálftíma fresti til klukkan þrjú.

Leiðsagt var á ensku, frönsku, þýsku og skandinavísku. Gengið var frá Hallgrímskirkju, um Þingholt / Skólavörðustíg og niður í miðbæ og á leiðinni létu leiðsögumennirnir ljós sitt skína gestunum til ánægju og fróðleiks.

Stysta gönguferðin þennan dag tók 40 mínútur og sú lengsta tvær klukkustundir en tímalengdin miðaðist við þarfir og óskir gesta.

 _DSC6086_SkuliMoeller_JohnSpencer_lsm

Skúli Möller og John C. Spencer á Alþjóðlegum degi leiðsögumanna 2009.

Veðrið um morguninn var þokkalegt en strax uppúr hádegi tók að rigna og hvessa enda hafði Veðurstofa Íslands gefið út stormviðvörun. Væntanlega hefur veðrið haft einhver áhrif á þátttöku gesta eftir hádegi en leiðsögumennirnir kipptu sér ekki upp við aðstæður enda flestir vel búnir.

 Skúli Möller, Friðrik Rúnar Guðmundsson, Elín Sigríðu Konráðsdóttir og Stefán Helgi Valsson á Alþjóðlegum degi leiðsögumanna 2009. ITGD 2009.

Skúli Möller, Friðrik Rúnar Guðmundsson, Elín Sigríður Konráðsdóttir og Stefán Helgi Valsson á Alþjóðlegum degi leiðsögumanna 2009.

Leiðsögumennirnir Elín Sigríður Konráðsdóttir, Friðrik Rúnar Guðmundsson, Hólmfríður Gísladóttir, John C. Spencer, Skúli Möller, Steingrímur Gunnarsson og Ursula E. Sonnenfeld sáu um leiðsögnina þennan dag. Einnig tveir nemar frá Leiðsöguskóla Íslands þau Guðrún Þorkellsdóttir og Ólafur Tryggvi Magnússon sem bæði stóðu sig með ágætum. Guðjón Jensson leiðsögumaður kom við eftir hádegi og bauð sig fram í leiðsögn sem síðan reyndist ekki þörf fyrir vegna þess að það voru nógu margir leiðsögumenn á staðnum. Stefán Helgi Valsson leiðsögumaður sá um skipulagningu.

Elín Sigríður Konráðsdóttir leiðsagði fámennasta hópnum, þessari konu, sem heitir Anika og er frá Muenchen í Þýskalandi.

Elín Sigríður Konráðsdóttir leiðsagði fámennasta hópnum, þessari konu, sem heitir Annika og er frá Muenchen í Þýskalandi.

Ólafur Tryggvi Magnússon nemi í Leiðsöguskóla Íslands spreytti sig á leiðsögn um Reykjavík og stóð sig vel. Ólafur starfar nú sem grafískur hönnuður en hlakkar til leiðsegja í sumar eftir útskriftina í maí.

Ólafur Tryggvi Magnússon nemi í Leiðsöguskóla Íslands spreytti sig á leiðsögn um Reykjavík og stóð sig vel. Ólafur starfar nú sem grafískur hönnuður en hlakkar til leiðsegja í sumar eftir útskriftina í maí.

Leiðsögumennirnir Friðrik Rúnar Guðmundsson, Skúli Möller, Guðrún Þorkellsdóttir (nemi) ásamt nokkrum gestum.

Leiðsögumennirnir Friðrik Rúnar Guðmundsson, Skúli Möller, Guðrún Þorkellsdóttir (nemi í Leiðsöguskóla Íslands) ásamt gestum.

Stefán Helgi Valsson, verkefnisstjóri Alþjóðlegs dags leiðsögumanna á Íslandi, þakkar þeim sem lögðu hönd á plóginn í þessu verkefni kærlega fyrir framlag þeirra til verkefnisins. Án aðkomu þeirra hefði þessi atburður aldrei orðið. Kærar þakkir fá leiðsögumennirnir sem tóku þátt. Einnig Hrönn Vilhelmsdóttir og Þórólfur Antonsson eigendur Kaffi Loka á Lokastíg þar sem leiðsögumenn og gestir fengu afdrep og salernisaðstöðu, og Ursula Spitzbart sem aðstoðaði við kynningu atburðarins.

Anna Karlotta Stefánsdóttir og Ursula Spitzbart aðstoðuðu við kynningarmál.

Anna Karlotta Stefánsdóttir og Ursula Spitzbart aðstoðuðu við kynningarmál.

Stefán Helgi Valsson 


Til hamingju Þóra Kristín!

Þóra Kristín á þessi verðlaun fyllilega skilið og það er hreint ótrúlegt hverju hún hefur áorkað á mbl.is. Þótt miðillinn sjálfur sé frábær þá er það ekki sjálfgefið að efnið á honum sé gott. ÞK hefur séð til þess að efnið er ekki bara gott, heldur frábært! 

Þar á undan vann ÞK gríðarlega gott starf á Stöð 2. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að fylgjast með ÞK í vinnunni á S2 í nokkra daga á meðan ég var í starfsnámi í meistaranámi í blaða- og fréttamennsku í HÍ um árið. Þóra Kristín er mikill fagmaður og meiri en flestir sem ég hef kynnst. Til hamingju Þóra Kristín!


mbl.is Þóra Kristín blaðamaður ársins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bjart eða svart framundan í atvinnumálum leiðsögumanna?

Fagmenntaðir leiðsögumenn skiptast í tvo jafnstóra hópa í afstöðu sinni um atvinnuhorfur næsta sumar, ef marka má niðurstöður netkönnunar á forsíðu Félags leiðsögumanna.

 

Spurt var hvort fagmenntaðir leiðsögumenn hefðu áhyggjur af atvinnumöguleikum næsta sumar. Fjórðungur þáttakenda er mjög sammála en fimmtungur er því mjög ósammála. Ef tekið er mið af þeim sem eru "mjög sammála" og "sammála" annars vegar og þeirra sem eru "ósammála" og "mjög ósammála" hins vegar - þá eru hóparnir nær jafnstórir.

Af niðurstöðunum að dæma virðist sem leiðsögumenn séu á mjög öndverðri skoðun hvað atvinnumöguleika næsta sumar varðar.

Niðurstöður í prósentuhluföllum voru þessar:

 

·             26 - mjög sammála

·             19 - sammála

·             12 – hvorki né

·             22 – ósammála

·             21 – mjög ósammála

 

Könnuninni svöruðu 123 í opinni skoðanakönnun á heimasíðu Félags leiðsögumanna 21. nóvember 2008 til 16. janúar 2009.

 

Heimasíða Félags leiðsögumanna, smellið hér.

 


Landeigendur vilja að ríkið bjargi Geysissvæðinu

Landeigendur við Geysi hafa komið sér saman um málamiðlun í samningum við ríkið. Þeir telja brýnt að forða hverasvæðinu frá frekari skemmdum af mannavöldum og að ríkið eignist landið innan girðingar að fullu.
 
Landeigendur hafa samþykkt, fyrir sitt leyti, að selja ríkinu eingöngu landið innan girðingar á Geysissvæðinu en undanskilja votlendissvæði og heitavatnsréttindi sem flækt hafa samningsmálin.
 
Af 20 hekturum landsins innan girðingar á ríkið tæplega 7 en á því landi eru hverirnir Blesi, Geysir og Stokkur. Landeigendur eiga landið umhverfis hverina, samtals 13 hektara.

Votlendið sem útaf stendur er 400 hektarar og er stærsta samfellda votlendi á Suðurlandi. Á landinu er ríkulegt fuglalíf. Í samingum hefur ríkið lagt áherslu á að þetta land verði friðað. Eigendur telja á móti að þeim ber að fá greiðslu fyrir landið í samræmi við rýrnun á notkunarmöguleikum þess.

Landeigendur eiga heitavatnsrétt í hverasvæðinu við Geysi sem nýttur er til húsahitunar. Í vor var rætt um að Orkuveita Reykjavíkur leggði heitavatnsrör til svæðisins, hugsanlega frá Reykjum, en nú er ljóst að ekkert verður af því á næstunni.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband