Snúum dæminu við og fáum erlenda ferðamenn til Íslands á lágönn

Nýtum flugvélar og mannskap til þess að flytja erlenda ferðamenn til Íslands í vetur, höldum uppi samgöngum, atvinnu og bætum í gjaldeyrisforðann.

Hugmyndin er þessi: Bjóðum erlendum gestum ókeypis flug til og frá landinu í vetur. Þeir greiða skatta og þjónustugjöld og fá síðan gistingu, skoðunarferðir og mat á útsölu hér, miðað við gengi dagsins. Ríkissjóður fjármagnar rekstur flugfélaganna að því marki sem nauðsynlegt er.

Ríkissjóður kæmi til með að haganast á þessu á ýmsan hátt. Í fyrsta lagi mundi þetta bæta gjaldeyrisforðann sem virðist vera mál málanna í dag. Í öðru lagi mundi það skapa atvinnu á Íslandi og um leið fækka þeim sem eru á atvinnuleysisskrá. Í þriðja lagi mundi ríkissjóður fá skatta af atvinnutekjum einstaklinga og í fjórða lagi virðisaukaskatt af mat og ýmsum vörum sem ferðamenn kaupa hér á landi.


mbl.is Dregur úr framboði utanlandsferða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband