Aftur skall hurð nærri hælum í Reynisfjöru

„Ef við hefðum ekki verið á staðnum til að bjarga konunni úr fjörukambinum áður en hana tók á haf út hefði getað farið illa,“ sagði (Guðmundur) Sigurður Jóhannesson bílstjóri SBA í samtali við vefsíðu Félags leiðsögumanna. Kennslukona um þrítugt frá Norður-Írlandi var hætt komin í Reynisfjöru um hádegisbilið sl. laugardag þegar stór alda felldi hana og hreif næstum með sér í ískallt Norður-Atlantshafið.

Hópur skólabarna sem í voru 15 börn og tveir kennarar kaþólsks skóla á Norður-Írlandi var í námsferð hér á landi frá fimmtudegi til sunnudags í síðustu viku.„Það kom stór alda og skellti kennslukonunni flatri og sogið var við það að draga hana á haf út. Ég og hinn kennarinn sem er karlmaður um þrítugt óðum sjóinn upp í mitti og náðum að náðum henni upp,“ sagði Sigurður. „Mér var brugðið svona eftirá þegar konan fór að gráta og okkur varð ljós hættan sem steðjaði að okkur og því lái ég konunni ekki að gráta.

Aðspurður sagði Sigurður að íslenskur leiðsögumaður á vegum IT hafi verið með för og að hún hafi varað fólkið við því að fara of nálægt sjónum. „En svo virðist að fólkið hafi ekki gert sér grein fyrir hættunni þrátt fyrir viðvaranir leiðsögumannsins.“

Sigurður sem ekið hefur fyrir SBA frá árinu 1999 segir að leiðsögumenn almennt vari fólk við hættunni við Reynisfjöru. Hann segir að alls ekki megi banna fólki að heimsækja fjöruna þótt hún geti verið varhugaverð. Hins vegar kallar Sigurður eftir viðvörunarskilti á áberandi stað við bílastæðið sem og björgunarhring sem hægt væri að grípa til þegar á þarf að halda.

Amerísk kona drukknaði Reynisfjöru í fyrravor og í sumar bárust fréttir af fólki sem var hætt komið í nágrenni við Dyrhólaey.

Þessi grein birtist fyrst á vefsíðu Félags leiðsögumanna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Spurning um að fara að auglýsa Reynisfjöru fyrir áhættufíkla!

Kjartan Pétur Sigurðsson, 16.10.2008 kl. 05:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband