Ferðamannaborgin Reykjavík - hjólaferðir
5.10.2012 | 23:37
Íslandi í dag - Stöð2 - gerði þátt með yfirskriftinni Ferðamannaborgin Reykjavík. Sjá viðtal við undirritaðan í reiðhjólaferð um borgina.
http://visir.is/section/MEDIA99&fileid=VTVE20F7422-D827-4C1F-9A18-36C9EA7C0990
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Lítilsvirðing við ferðaþjónustuna
5.10.2012 | 22:50
Fyrirhugaðar álögur á ferðaþjónustu eru handahófskenndar og arfavitlausar. Við getum verið sammála um að það þurfi meiri peninga í ríkiskassann og að það þurfi að vernda náttúruna og bæta aðgengi að ferðamannastöðum.
En...að innleiða skatt á gistingu með minna en 18 mánaða fyrirvara er það vitlausasta sem ég hef heyrt á ferli mínum í ferðaþjónustu sem er orðinn 25 ár.
Álagning í ferðaþjónustu er almennt mjög lág og gerir vart meira en að halda rekstri gangandi og greiða starfsfólki lágmarkslaun. Aukin skattheimta núna fyrir árið 2013 þýðir að ferðaskrifstofur sem selja pakkaferðir þurfa að laga sig að aðstæðum til að lágmarka tapið.
Þrennt kemur til greina. Í fyrsta lagi er hægt að taka ferðir úr sölu. Í öðru lagi er hægt að reyna að lækka kostnað sem alls ekki er víst að sé hægt. Þorri starfandi fólks í ferðaþjónustu þiggur nú þegar lágmarkslaun fyrir sitt framlag. Rútu og afþreyingarfyrirtæki fá alltof lítið fyrir þjónustuna og eiga erfitt með að endurnýja bíla- og tækjakost. Í þriðja lagi geta gististaðir tekið á sig kostnaðinn sem er alls ekki nógu gott því að arðsemi gististaða er alltof lítil miðað við áhættu og fjárfestingu.
Semsagt versta mál.
Ráðstöfun stjórnvalda lýsir skilningsleysi á eðli ferðaþjónustunnar. Það í sjálfu sér er mikil lítilsvirðing í garð greinarinnar og til þess góða starfsfólks sem við hana stafar.
Biður um árs frest á hækkun skatts | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mikill missir fyrir Borgarnes
9.3.2012 | 09:00
Leitt er að heyra að brúðuleikhúsið í Borgarnesi hættir í þeirri mynd sem það hefur verið. Það má kannski segja að Borgarnes sé helst til lítill staður fyrir starfsemi af þessu tagi.
Þótt ég sé kannski ekki mesti aðdáandi leikhúss almennt þá á brúðuleikhús fyllilega rétt á sér sem listform og en fyrst og fremst sem skemmtun. Ég fór á eina sýningu með fjölskyldunni minni í fyrra og engum leiddist.
Fyrir Borgarnes er þetta mikill missir - ég óska hjónunum alls hins besta á nýjum starfsvetvangi erlendis.
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 09:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Málþing um tækifæri í hjólaferðamennsku í febrúar 2012
29.2.2012 | 08:56
Málþing undir yfirskriftinni "Tækifæri í hjólaferðamennsku" var haldið 24. febrúar 2012 í húsakynnum Eflu á Höfðabakka. Um 150 manns sóttu ráðstefnuna sem þótti takast vel. Rætt var um ýmiss mál sem varða hhjólamennsku, þ.m.t. vöxt hjólaferðamennsku í Bretland sem Tom Burnham, aðal fyrirlesari ráðstefnunnar, sagði frá. Bók um hjólaleiðir á Vestfjörðum var kynnt, hugmyndir um hjólastígakerfi og fleira. Stefán Helgi Valsson sagði frá reynslu sinni af stofnun og rekstri Reykjavik Bike Tours, fyrirlesturinn (hljóð og mynd) er vistaður á Vimeo-rás Ferðamálastofu og má nálgast hér.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Gáleysislegur akstur vandamál í Suður-Afríku
29.2.2012 | 08:49
Þar sem ég bjó í Suður-Afríku í um 13 ára skeið kemur þessi frétt mér ekki á óvart. Hinsvegar held ég að myndin sem fylgir fréttinni, sem vissulega sýnir smárútu, gefi ekki rétta mynd af smárútum almennt.
Langflestar eru af gerðinni Toyota Hi Ace. Smárútan á myndinni er greinilega frá aðila í ferðaþjónustu sem væntanlega er notaður til að aka erlendum gestum um hin geysifallegu landsvæði sem eru í landinu. Það er himinn og haf á milli ökutækja sem notuð eru í slíkum akstri, og þeim ökutækjum sem notuð eru fyrir almenningssamgöngur og skólaakstur. Og nú tala ég af reynslu.
Myndir af hefðbundnum "smárútum", smellið hér.
Og hér.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ljósmengun þekkt vandamál meðal leiðsögumanna í norðurljósaferðum
19.1.2012 | 02:07
Nokkur ár eru síðan ég benti á að ljósmengun væri til trafala fyrir ferðaþjónustuna í Reykjavík, þ.e. vetrarferðir út úr borginni í þeim tilgangi að sjá norðurljós.
Það er gaman að sjá að einhver annar hefur áhuga á þessu og hefur skrifað um það lærða ritgerð. Mér þykja niðurstöðurnar mjög áhugaverðar, þ.e. sá hluti sem greinir frá mikilli ljósanotkun í Reykjavík miðað við borgir af sömu stærð í öðrum löndum.
Um daginn las ég áhugaverða grein þar sem kom fram að það standi til að byggja gróðurhús á Hellisheiði og rækta tómata í stórum stíl til útflutnings. Það verður ekki til að bæta ástandið.
Dæmi um ljósmengun í Reykjavík og nágrenni sem hefur neikvæð áhrif fyrir þá sem ætla sér að sjá norðurljósin eru m.a: Ljósvitinn á Sandskeiði, Friðarsúla Yoko Ono í Viðey, götulýsing á Reykjanesbraut, gróðurhús hingað og þangað t.d. í Mosfellsdal, Hveragerði og bráðum á Hellisheiði.
Sífellt þarf að aka lengra frá höfuðborginni til að fá almennilegt myrkur. Það er náttúrlega ekkert einsdæmi í veröldinni en hér höfum/höfðum við sérstöðu að þessu leyti. Hvergi í heiminum er auðveldara að komast í tæri við norðurljósin en hér með tilliti til samgangna til og frá landinu á svo norðlægum slóðum og með svo góðar flugtengingar bæði við Evrópu og Ameríku. Og svo þurfum við að skemma fyrir okkur með ljósmengun.
Ég býst ekki við að það verði hætt við byggingu gróðurhúsanna á Hellisheiði fyrir mín orð eða dregið úr ljósnotkun almennt í Reykjavík með tilliti til ferðaþjónustunnar - það yrði frekar gert ef notendur sjálfir geta sparað á því.
Aukin ljósmengun á höfuðborgarsvæðinu hefur bein áhrif til hækkunar rekstrarkostnaðar fyrir fyrirtæki í norðurljósaútgerð, og útgjöld ferðamanna þar með, vegna þess að sífellt þarf að aka lengra frá höfuðborginni til að fá almennilegt myrkur.
Ljósmengun mikil hér á landi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Skiljanleg óánægja SAF
29.11.2011 | 17:36
Flestir þeir sem koma að ferðaþjónustu eru á sama máli um það að ríkið fái nú þegar nægar tekjur af ferðamönnum bæði innlendum og erlendum. Þá er átt við skatttekjur af eldsneyti, virðisaukaskatt af vörum og þjónustu ýmiss konar og tekjuskatt frá þeim þúsundum starfsmanna sem starfa í greininni.
Í fullkomnum heimi væru allar tekjur ríkisins af ferðamönnum notaðar til uppbyggingar í greininni, þá einkum hvað varðar að bæta aðgengi og öryggi ferðamanna - en síðast en ekki síst að tryggja salernisaðstöðu. Hljómar fáránlega ekki satt að salernisaðstaða skuli ekki standa ferðamönnum til boða á vinsælum ferðamannastöðum þar sem tugir þúsunda ferðamanna koma til á ári hverju. Ég nefni Djúpalónssand þar sem búið er að byggja aðstöðu sem er alltaf lokuð.
Til þessa hafa þjóðgarðar verið á fjárlögum sem þýðir að eitthvað af þeim tekjum ríkisins sem skapast hafa vegna ferðaþjónustu hafa skilað sér í uppbyggingu á ferðamannastöðum, t.d. í Skaftafelli. Þar er lítil gestastofa, tjaldstæði og salerni en sjálfboðaliðar frá útlöndum hafa að mestu leyti lagt og viðhaldið göngustígum.
En kjarni málsins er að gistináttagjaldið er óvinsæll kostur fyrir ferðaþjónustuna. Skattinum er komið á með þeim rökum að hér þurfi að gera átak í að bæta aðgengi, aðstöðu og öryggi ferðamanna þar sem þess er þörf. Hingaðtil hefur ríkið séð um þjóðgarðana en ekki áður seilst beint í vasa ferðamanna til að standa undir rekstri.
Það er ekki nema von að SAF, sem með semingi samþykkti að greinin tæki á sig gistináttagjald, skuli mótmæla því að 40 prósent af skattinnheimtunni fari til svæða sem nú þegar eru á könnu ríkisins. Í raun eru það svik.
SAF ósátt við niðurstöðu Alþingis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ójöfn samkeppni í gistingu á Suðurnesjum
2.11.2011 | 07:36
Bryndís Þorsteinsdóttir, einn af eigendum Hótel Keilis, segir réttilega að samkeppni um framboð á gistingu á svæðinu við Háskólavelli sé ójöfn enda er samkeppnisaðilinn í eigu banka, fjárfestingafélags og þrotabúa fjármálafyrirtækja sem nýta húsin á flugvallasvæðinu fyrir gistingu.
Pennamálið er sama mál, bara annað fyrirtæki.
Það sér hver heilvita maður að þetta er ósanngjarn, en hvað verður gert?
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Lögrelan ferðast um á hjóli við eftirlit
28.6.2011 | 10:43
Lögreglan nýtir reiðhjól við eftirlitsstörf í sumar og ræddu þær Hulda Guðmundsdóttir og Svava Snæberg Hrafnkelsdóttir, hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, við krakka í sumarskóla Hjallstefnunnar á Austurvelli í dag.
Þetta kemur fram í frétt á mbl.is, sjá: Eftirlit á hjólum
Reykjavik Bike Tours fagnar því að reiðhjól skuli notuð við eftirlit.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Iceland eruption frightful for tour operators
24.5.2011 | 01:53
The eruption which started in Grimsvotn Lakes in Vatnajokull glacier in the southeast of Iceland about 350 km from Reykjavik on Saturday night reminds many of last year's eruption in Eyjafjallajokull.
Its a frightful situation for us and the tourism industry in Iceland, said Rannveig Gretarsdottir, the CEO of Elding Whale Watching Company in Reykjavik, Were at the start of the tourist season, and I am afraid that the eruption will physically, or mentally, discourage foreign tourists from visiting the country. All we can hope for at this stage is that the eruption ends soon and for flights to return back to normal.
In our first year, we dealt with the banking crisis, in the second year, we dealt with the eruption in Eyjafjallajokull, and now, in our third year, we get to deal with another eruption, said Ursula Spitzbart, the CEO of Reykjavik Bike Tours, These are trying times for us in the bicycle tour business, as well as everyone else in Iceland involved in tourism.
Last years eruption in Eyjafjallajokull started on March 20 and petered out in May. Visitor numbers compared to the previous year dropped by 20 percent in April and May due to cancellations and disruptions of flights. The end result for visitor numbers in 2010 was on par with 2009, which was a record year.
It is difficult to predict how long an eruption can last. The last eruption in Grimsvotn Lakes in Vatnajokull was in 2004 and lasted for a week. There have been several eruptions in Grimsvotn Lakes in the last decades, and they have all been relatively short lived. An eruption in 1873 lasted 7 months, but intensity was relatively low during that time. After a forceful start to this eruption, it started to show reduced activity on day 2 (Sunday).
This article was written by Stefan Helgi Valsson, first published on eTurboNews 23 May 2011.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)