Most bicyclists in Reykjavik Iceland use a helmet

83 per cent of bicyclists in the Greater Reykjavik Area in Iceland use a helmet. This is the result of a recent field observation commissioned by VIS insurance company in Reykjavik.

Automatic counters were installed in seven locations in the city. A total of 1.045 cyclists passed in three days. 867 used a helmet. The results are comparable to previous field observations on helmet use by bicyclists.

“We always ask our guests to use a helmet on our tours,” says Ursula Spitzbart of Reykjavik Bike Tours in Reykjavik Iceland. “If guests insist on not using a helmet they must sign a release in case of an accident”. But there are no exceptions for those 15 years and younger because according to the law they must wear a helmet. “We are strict about the use of helmets and all our guides wear a helmet to set a good example,” says Ursula.

“This said, a helmet may provide false security but at least it looks good in the pictures and it keeps our guest’s heads warm,” says Ursula smiling.
Reykjavik Bike Tours 

Suður-Afríka - Paradís ferðamannsins

Mannlíf Suður-Afríku er með því allra fjölbreyttasta í veröldinni enda hafa menning og trúarbrögð frá öllum heimshornum blandast þarna saman. Stefán Helgi Valsson bjó í Höfðaborg í þrettán ár.

Paradís ferðamannsins á mbl.is


Brilliant markaðshugmynd eða skerðing persónufrelsis?

Hugmyndin er bráðsnjöll en ég er ekki viss um að hún standist skoðun persónuverndar sem dæmi. Vissulega mundi svona aðgerð vekja athygli, að minnsta kosti um stund, og væntanlega vinna til markaðsverðlauna einhvers staðar sem enginn þekkir. Inspired By Iceland herferðinn fekk einmitt svoleiðis verðlaun um daginn.

Og nú er ég ekki að gera lítið úr herferðinni sem slíkri en það er auðvitað umhugsunarefni að fótboltamenn úr Stjörnunni fái meiri athyggli á vefnum fyrir "fagn" eftir að skora mark en samstillt átak væntanlega færustu markaðsmanna landsins sem fengu milljónir til ráðstöfunar.

Persónulega hugnast mér ekki að vera í beinni útsendingu á 150 vinsælum ferðamannastöðum á landinu. Ef svona myndavélar verða settar upp þá verður að tryggja að ekki sé hægt að þekkja fólk á myndunum.


mbl.is Vilja vefmyndavélar á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Borgar kínverska fyrirtækið líka fyrir uppsetninguna?

Eitt er að framleiða nýja ramma og senda til Íslands, og annað að borga kostnaðinn sem hlýst af því að vinna verkið tvisvar. Það hefur ekki komið nógu vel fram í fréttaflutningi til þessa.
mbl.is Stálrammarnir á leið frá Kína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hár reis á höfði mínu og kalt vatn rann milli skinns og hörunds

Þennan jarðskjálfta fann ég greinilega þar sem ég sat við tölvuna mína á þriðju hæð í blokk vestarlega við Hringbraut. Mér rann kalt vatn milli skinns og hörunds enda nýbúinn að horfa á heimildarmynd um rústabjörgun björgunarsveitanna í Haíti.

Sem betur fer varði skjálftinn stutt en hann var ónotalegur í meira lagi og honum fylgdi óhugnaleg þögn í fyrstu og svo drunur.


mbl.is Jörð skalf í borginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ferðaþjónustan skilar nógum tekjum til að greiða fyrir framkvæmdir á ferðamannastöðum

Tillögur um gjaldtöku á ferðamannastöðum er auðvitað dæmi um nýjan skatt.

Sérstakur skattur á ferðamenn er óþarfur þar sem núverandi skatttekjur af ferðamönnum eru nægar nú þegar.

Í fyrsta lagi skapa 500.000 erlendir ferðamenn + 100.000 af skemmtiferðaskipum um 8.000 störf sem skilar tekjuskatti í ríkissjóð.

Í öðru lagi fær ríkið virðisaukaskatt af þjónustu og verslun ferðamanna.

Mikilvægt er að hlúa að ferðamannastöðum sem margir liggja undir skemmdum, t.d. okkar aðal náttúruperla - hverasvæðið við Geysi. Ríkið verður að taka af skarið og kaupa þetta einkaland fyrir komandi kynslóðir.

Af tvennu illu er skattur á ferðamenn betri kostur en að íslenskar náttúruperlur skemmist vegna ágangs ferðamanna.

En að stjórnmálamenn skuli ekki hafa tryggt fjármagn úr sameginlegum sjóðum til umsjónar, viðhalds og uppbyggingar ferðamannastaða er forkastanlegt.


mbl.is Andstaða við gistináttagjald
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað vantar í fréttina um Geysi ?

Hver setur upp kaðlana og viðvörunarskiltin? Hver tæmir svo rusladallana? Hvers vegna er ekki landvörður í fullu starfi við Geysi og annar við Gullfoss? Athugið, þessir tveir staðir eru okkar mest sóttu ferðamannastaðir með yfir 500.000 gesti á ári. Það er nauðsynlegt að taka á þessum málum strax.

Það þarf að vakta þessa staði með tilliti til öryggis gesta, upplýsingagjafar og til að halda svæðinu hreinu og fallegu. Hverahrúðrið er mikið skemmt, litlaust og brotið, og lítur alls ekki út eins og það á að vera.

Geysisvæðið er og verður væntanlega áfram þjóðarskömm Íslendinga. Því miður held ég að þessi frétt breyti því ekki.


Vefsjá ágæt fyrir ferðamenn

Vefsjá fyrir hjólreiðamenn er ágæt sem slík þótt sjálfum þyki mér ekki nauðsynlegt að vita hvað tekur langan tíma að hjóla "Gullna hringinn" - Melaskóli - Hagaskóli - MR, til dæmis.

Væntanlega hefði ýmsir sem ekki þekkja borgina eins vel og ég gagn og gaman af slíkri vefsjá, t.d. erlendir ferðamenn sem gjarna koma með sín egin reiðhjól til landsins.

Ef kostnaðurinn er ekki úr hófi finnst mér í lagi að skoða tillögu Gísla Marteins Baldurssonar borgarfulltrúa.

http://www.reykjavikbiketours.is


mbl.is Vill láta gera hjólavefsjá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Upplýsingasíða fyrir ferðamenn

Til að halda í ferðamenn er nauðsynlegt að veita þeim og ferðaskrifstofum erlendis bestu fáanlegu upplýsingar um náttúruhamfarir. 

Fólk sem ekki þekkir aðstæður hér á landi getur haldið að það sé of hættulegt að ferðast til Íslands vegna eldgossins á Fimmvörðuhálsi og þar af leiðandi hætt við ferðina á röngum forsendum.

Upplýsingasíða fyrir ferðamenn og fjölmiðla mundi hjálpa fólki að taka rétta ákvörðun um hvort betra er að vera heima eða ferðast til Íslands.


mbl.is Þurfum að fylgjast með Kötlu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leiðsögumaður eða kaldur karl í krapinu?

„Sjálfur hef ég 15 ára reynslu af jöklinum,“ sagði Gylfi Sævarsson framkvæmdastjóri Vélsleðaleigunnar ehf. í Kastljósi í kvöld. Vélsleðaleigan skipulagði afdrifaríka vélsleðaferð á Langjökul á sunnudag þar sem skosk mæðgini urðu viðskila við hópinn í aftakaveðri og litlu sem engu skyggni.

Í Sjónvarpsfréttum í kvöld var sagt frá því að afar litlar kröfur eru gerðar til stofnenda fyrirtækja með vélsleðaferðir. Nær hver sem er getur stofnað afþreyingarfyrirtæki og farið með fólk í vélsleðaferðir á jökli. Sá hinn sami þarf að uppfylla eftirfarandi skilyrði;

·         vera orðinn 20 ára

·         vera lögráða

·         hafa búsetu á Ísland

·         hafa ekki hlotið dóm fyrir atvinnurekstur sl. fjögur ár.

Engar kröfur eru gerðar til viðkomandi um þekkingu á jöklum eða ferðum þangað.

Hver sem er getur kallað sig leiðsögumann

Fararstjórarnir þrír í umræddri ferð kalla sig leiðsögumenn án þess að hafa hlotið til þess menntun. Án þess að leggja dóm á hæfileika og reynslu fararstjóranna í viðkomandi ferð af jöklaferðum er mjög bagalegt þegar fólk ruglast á þessum starfsheitum því það hefur ítrekað komið óorði á fagmenntaða leiðsögumenn að ósekju.

Evrópustaðall gerir skýran greinarmun á starfsheiti fararstjóra og leiðsögumanna. Leiðsögumenn þurfa að ljúka sérhæfðu námi í leiðsögn um það svæði sem þeir leiðsegja á sem er viðurkennt af viðeigandi yfirvöldum. Fararstjórar þurfa enga menntun.

Nær 300 björgunarsveitarmenn tóku þátt í leit á jöklinum. Fólkið fannst heilu og höldnu eftir um 8 klukkustundir frá því það varð viðskila við hópinn.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband