Fólk blekkt í leiðsögunám

Leiðsögunám er ítrekað auglýst sem „réttindanám“ sem það er svo sannarlega ekki. Nýjasta dæmið er frá Vestfjörðum. Þar er þátttakendum sem ljúka prófi lofað „réttindum til að starfa sem svæðisleiðsögumenn á Vestfjörðum“.

Fagmenntaðir leiðsögumenn hafa barist fyrir lögverndun í áratugi án þess að hljóta náð fyrir augum Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF) sem eru samtök atvinnurekenda í ferðaþjónustu. Aðrir hafa verið jákvæðir. Yfirlýst hlutverk SAF er að gæta sameiginlegra hagsmuna félagsmanna sinna en hvorki hagsmuna neytenda né starfsfólks í ferðaþjónustu.
 
Það er löngu orðið tímabært að veita leiðsögumönnum löggildingu enda eru þeir andlit Íslands í hugum helmings allra erlendra ferðamanna sem heimsækja landið. Leiðsögumenn eru sannarlega sendiherrar þessa lands í orðsins fyllstu merkingu þótt þeir starfi hér á landi og þiggi ekki laun frá hinu opinbera. Leiðsögumaður í fullu starfi getur leiðsagt allt að 12.000 erlendum gestum á ári en þess má geta að frá árinu 1976 hafa samtals útskrifast um 1.200 leiðsögumenn úr ströngu eins árs fagnámi.
 
Upplifun ferðamanna í heimsókn til landsins veltur mikið á frammistöðu leiðsögumannsins sem oftar en ekki er sú manneskja sem þeir eiga langmest samskipti við á ferðalagi sínu um landið. Leiðsögumenn og þeir sem ráða leiðsögumenn eiga sameiginlegra hagsmuna að gæta sem er að skila frá sér ánægðum ferðamönnum. Eins og málum er háttað í dag getur hver sem er kallað sig leiðsögumann og stundað leiðsögn í atvinnuskyni. Engin þjóð sem stólar á ferðaþjónustu getur látið happ ráða kasti um hver ber ábyrgðina á upplifun erlendra ferðamanna. Fagmenntaðir leiðsögumenn hafa að baki umfangsmeiri sérhæfða fagmenntun en nokkur önnur starfsstétt í ferðaþjónustu. Að öllu jöfnu eru þeir hæfari til þess að leiðsegja erlendum ferðamönnum um landið en þeir sem ekki hafa stundað leðsögunám og staðist próf.

Leiðsögumenn styðja eindregið „réttindanám“ leiðsögumanna en til þess að svo megi verða verður löggilding leiðsögumanna fyrst að hljóta náð fyrir augum iðnaðarráðherra.

Reiðhjólaferðir um Reykjavík spennandi valkostur fyrir erlenda ferðamenn

Iceland Bike býður reiðhjólaferðir með leiðsögn um Reykjavík. Snæfríður Ingadóttir blaðamaður Pressunar var á Mid-Atlantic ferðakaupstefnu Icelandair og kynnti sér málið.

Sjá umfjöllun Snæfríðar, smellið hér.

Sjá heimasíðu Iceland Bike.


Tourist Guides: Ambassadors of Iceland

Stefán Helgi Valsson, ritstjóri vefsíðu Félags leiðsögumanna, skrifar grein í veftímaritið Tourism-Review. Þar segir hann frá menntun leiðsögumanna, skilyrðum sem erlendir starfsmenn verða að hlíta og fleira.

Greinin er á ensku og hægt að nálgast hér í Pdf-skjali.


Starfsheiti og starf leiðsögumanna verði lögverndað

Mikilvægt er að löggilda starf og starfsheiti fagmenntaðra leiðsögumanna neytendum til hagsbóta. Þetta hefur verið gert í fjölmörgum löndum en Ísland er eftirbátur. 

Nýlega féll dómur í borinni Fíladelfíu í Bandaríkjunum um rétt borgarinnar að skikka þá sem leiðsegja þar til að taka próf í faginu, skrásetja sig og fá leyfi. Ráðstöfunina töldu sumir aðför að tjáningarfrelsi og stefndu borginni. En dómurinn komst að hinu gagnstæða. Rétt þykir að þeir sem fá greitt fyrir að veita upplýsingar um borgina hafi staðreyndir á hreinu.

Þrír skólar á Íslandi bjóða uppá fagmenntun fyrir leiðsögumenn og koma til með að útskrifa um 160 manns fyrir næsta sumar.

Því miður ruglar greinarhöfundur saman fagmenntuðum leiðsögumönnum annars vegar og sögumönnum hinsvegar. Jónas Freydal leiðsegir fólki en hann hefur aldrei gefið sig út fyrir að vera leiðsögumaður heldur sögumaður.

Leiðsögumaður og sögumaður er tvennt ólíkt rétt eins og leiðbeinandi er ekki sama og kennari og hjúkrunarfræðingur er ekki sama og læknir. Þetta eru aðskilin störf þótt vinnan fari fram á sama stað og unnið sé með sömu skjólstæðingum.

Draugaferðir eiga sér stað útum allan heim bæði með fagmenntuðum leiðsögumönnum og fólki sem ekki hefur aflað sér menntunar í leiðsögn. Draugagöngur ganga útá að segja sögur og skemmta þátttakendum og í raun ekkert annað. Hefðbundnar ferðir með fagmenntuðum leiðsögumönnum ganga útá að veita gestum sannar og faglega framreiddar upplýsingar um land og þjóð.

Sögumenn í draugagöngum eiga ekki að hlýta ritskoðun frekar en höfundar skáldsagna.

Bjarni Harðarson segir í bloggi við sömu frétt að sögur af látnum séu vandmeðfarnar. Því er ég hjartanlega sammála. Sjálfsagt er að sýna látnum og aðstandendum þeirra tilhlýðilega virðingu -  hvortheldur sem fagmenntaður leiðsögumaður eða sögumaður á í hlut.


mbl.is Falsaðar sögur af látnum ekki líðandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ljósmengun á Þingvöllum - griðland fyrir norðurljós

Norðurljósaferðir eru besta söluvara ferðaþjónustufyrirtækjanna á veturna. Ferðamenn sækja í þessar ferðir svo hundruðum skiptir, einkum um helgar.

Ljósmengun frá Reykjavíkursvæðinu er ástæða þess að það þarf að aka útfyrir bæinn en ekki er sama hvert er farið.

Norðurljós sjást oftast í norðurátt frá Reykjavík og að því leyti er Mosfellsheiði og Þingvellir tilvalinn staður til norðurljósaskoðunar. Sáralítil ljósmengun er í norðurátt frá veginum milli Mosfellsdals og Haksins á Þingvöllum.

Stórt hótel á Þingvöllum mundi valda mikilli ljósmengun.

Þegar ég verð ferðamálaráðherra skal ég vinna að því að gera Mosfellsheiði og Þingvelli að ljóslausum stað, sannkölluðu griðlandi fyrir norðurljós. Einnig skal ég vinna að því að gestastofan á Þingvöllum verði notuð til þess að sýna fræðslumyndband um norðurljós á kvöldin.


mbl.is Stórt hótel á Þingvöllum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Friðland hvala

Ég legg til að stofnað verði friðland hvala sem fyrst á þeim svæðum þar sem skipulegar hvalaskoðunarferðir fara fram.

Stofnun friðlands sýndi á óyggjandi hátt vilja stjórnvalda til þess að vernda hvali um ókomna framtíð, bætti ímynd Íslands erlendis, verndaði hagsmuni ferðaþjónustuaðila og uppfyllti væntingar ferðamanna. Við fyrstu sýn getur virst að stofnun friðlands sé einungis grænþvottur á hvalveiðistefnu stjórnvalda og það að vernda nokkur svæði en leyfa veiðar á öðrum sé tvískinnungsháttur. Fordæmi eru þó fyrir slíku erlendis og hefur gefist vel.

Í markaðsfræði er oft talað um að vörumerki hafi ákveðna ímynd og sum vörumerki seljist betur en önnur eingöngu vegna huglægs mats kaupandans á gæðum vörunnar. Vörumerki ferðaþjónustunnar hér á landi er nafnið Ísland og allt sem nafninu tengist. Náttúra Íslands er helsta aðdráttarafl ferðamanna samkvæmt margendurteknum skoðanakönnunum Ferðamálaráðs. Það má því segja að ferðamenn leggi huglægt mat á náttúru Íslands sem er byggt á ímyndinni sem þeir hafa af landinu áður en þeir taka ákvörðun um að koma hingað.

Hvalaskoðunarferðir við strendur Íslands með innlenda og erlenda ferðamenn byggja afkomu sína á huglægum náttúruvæntingum gesta. Fjöldi gesta í hvalaskoðunarferðum hefur aukist úr nánast engu í rúmlega sextíu þúsund á einungis tíu árum. Aukningin skýrist fyrst og fremst af eftirspurn eftir slíkum ferðum sem bjartsýnir ferðaþjónustuaðilar hafa verið duglegir að sinna. Hvalir finnast við strendur landsins í öllum landshlutum en þekktustu hvalaskoðunarstaðirnir hér við land eru Skjálfandi, Faxaflói og Breiðafjörður.

Árið 1898 var stofnsett fyrsta verndarsvæði villtra spendýra í Suður-Afríku. Verndarsvæðið var stækkað nokkrum sinnum fram til ársins 1926 þegar Krüger-þjóðgarðurinn var formlega stofnaður á sama stað. Í dag er Krüger-þjóðgarðurinn þekktasta griðland villtra spendýra í heimi og er heimsóttur af milljón ferðamönnum árlega. Handan þjóðgarðsgirðingarinnar eru landareignir í einkaeign þar sem veiðileyfi á sömu dýrategundir eru seld dýrum dómum. Þrátt fyrir að sportveiði spendýra í útrýmingarhættu sé stunduð í Suður-Afríku er sjaldan minnst á hana á neikvæðum nótum. Ástæðan fyrir því að veiði viðgengst án mótmæla á alþjóðavettvangi er sú að Suður-Afríka hefur tryggt verndun spendýra til framtíðar með óyggjandi hætti með stofnunn þjóðgarða og friðlanda.

Stofnun friðlands fyrir hvali kæmi Íslandi í fararbrodd þjóða um verndun hvala sem mundi að miklu eða öllu leyti vega upp neikvæða umfjöllun sjálfbærrar veiði.

Eftir Stefán Helga Valsson

Höfundur er leiðsögumaður og ferðamálafræðingur.


mbl.is 26 þjóðir fordæma hvalveiðar Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sting uppá að nota Bauhaus bygginguna fyrir fangelsi

Bauhaus í Reykjavík er nýbyggt stórhýsi sem rúmar nógu marga. Húsið hefur staðið autt frá því það var gert fokhelt í fyrrahaust. Þar er meira að segja tilbúin öryggisgirðing þar sem væntanlegir fangar fá að njóta útiveru og svo er það ekkert mjög langt frá Hólmsheiði.
mbl.is Auglýst eftir húsnæði undir fangelsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kannski verið að rugla saman tveimur hlutum

Fjöldi gesta sem heimsækir lónið er á hreinu en hvernig í ósköpunum er hægt að vita nákvæmlega hversu margir Íslendingar eru í þeim hópi. Getur verið að talan 26 prósent eigi við um heildarfjölgun gesta en ekki um fjölgun Íslendinga sérstaklega? Það má vel vera vera að þessar tölur byggi á skotheldum gagnagrunni. Ef svo er þá þætti mér vænt um að það kæmi fram í fréttinni. 


mbl.is Fleiri Íslendingar í Bláa lónið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óska eftir stefnumótun í ferðaþjónustu

Krafan um að innheimta aðgangseyri á vinsælum ferðamannastöðum gerist æ háværari og eru Dimmuborgir nýjasta dæmið. Áður hefur verið rætt um að innheimta aðgangseyri við Geysi, Kerið og Dyrhólaey.

Augljóst er að eitthvað verður að gera til að forða vinsælum ferðamannastöðum frá tortímingarmætti aukins fjölda ferðamanna. Geysissvæðið er nærtækasta dæmið um stað sem muna má fífil sinn fegurri. Sumir ganga svo langt að segja að svæðið sé löngu ónýtt. 

Nauðsynlegt er að gera heildstætt mat á kostum og göllum gjaldheimtu í samanburði við brottfarargjald til dæmis.

Yfirvöld verða að taka af skarið og leggja línurnar í þessu máli í samráði við ferðaþjónustuaðila.


mbl.is Íhuga gjaldtöku í Dimmuborgum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Prospects are good for Iceland cruise industry

DSC2915 SevenSeasVoyage crop 

“It felt really good to see the first ship of the season,” says Hafsteinn G. Einarsson, operating manager with Iceland Travel Mart Ltd. “This summer we expect 80 cruise ships calling at Reykjavik harbor carrying 60,000 passengers.”

Same number of cruise ship passengers is expected to visit Iceland this year as last year. However, more income is expected because some ships stay longer in the country and visit more ports than before such as Akureyri, Grundarfjordur, Husavik, Isafjordur, Seydisfjordur and Djupivogur. “This will definitely help local businesses,” Einarsson states.

In recent years cruise ship passengers visiting Iceland have been German citizens, 40%, UK 28%, US citizens 14%, French 3% and other nationals 15%.

A steady cruise ship capacity growth has been recorded in Northern Europe since 2002.  The projected capacity for 2009 is more than three times that of 2002. The Iceland/Greenland sub-market area follows that trend closely, with Iceland becoming increasingly popular as a cruise ship destination.

The new Cruise Line Visitor Center in Reykjavik, owned by the Port of Reykjavik and operated by Iceland Travel Mart Ltd., opened in June 2008.  “It raised the in-port service level quite a bit“, Einarsson happily explains. “With an extended bus-parking area, booking & information services, money exchange, phone and internet services, it is now possible to receive, assist and facilitate the arrival of 2-3.000 passengers in a matter of hours.”

Tourism is increasingly important for Iceland’s economy to bring in foreign currency revenue.

The local currency, the Icelandic krona, has lost 44 percent against the Euro since July 2008. However, cost of tourist services has only increased 10-15% in the local currency. According to Einarsson this means visitors enjoy more competitive prices this year than last year.

The Visitor Center and souvenir shop are open when ships are in port. “On average there are 4 qualified and experienced staff members on duty. They are equipped with an education in tourism and language skills,” Einarsson says.

The cruise ship season in Iceland lasts four months — June through September. The first cruise ship of the season, the Seven Seas Voyager, arrived in Reykjavik May 21st.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband