Færsluflokkur: Ferðalög

Fuglaskoðun ein stoð ferðaþjónustu

Frábær hugmynd að stofna samtök fyrirtækja í ferðaþjónustu sem sérhæfa sig í að bjóða uppá ferðir til fuglaskoðunar.

Ætla má að þessi stoð ferðaþjónustu komi til með að eflast stórlega á næstu árum og fylla flokk hvalaskoðunarferða, gönguferða á jökli, ofurjeppaferða, vélsleðaferða, hestaferða og svo framvegis.

Ég óska þessum samtökum alls hins besta.

 


mbl.is Mikill áhugi á fuglaskoðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ferðamenn sluppu naumlega frá lífshættulegri baðferð í Geysi

Bresk hjón á fimmtugsaldri sluppu naumlega frá brunaslysi við goshverinn Geysi í Haukadal um hádegisbilið þann 29. desember sl.

Heitt vatn gaus upp í loft og nokkrir dropar féllu á bak hjónanna um leið og þau hlupu frá hvernum. Það var þeim til happs að þau voru íklædd þykkum úlpum þannig að þau sakaði ekki. Hjónin voru síðust í 10-12 manna hópi til að fara uppúr Geysi. Hverinn var við það að gjósa. Fyrir einskæra tilviljun átti leiðsögumaður leið hjá og heyrði dynki sem eru fyrirboði goss. Hann áttaði sig á hættunni sem steðjaði að fólkinu og hrópaði viðvörunarorð til hjónanna. Þau brugðust við og forðuðu sér uppúr hvernum. Lesið nánar á vefsíðu Félags leiðsögumanna. 

 


Hegningarhúsið við Skólavörðustíg verði hótel eða gistiheimili

PrisonHotelHegningarhúsið við Skólavörðustíg samræmist ekki lengur kröfum sem gerðar eru til slíks húsnæðis. Rætt hefur verið um að loka því við fyrsta tækifæri. Ég legg til að þar komi í staðinn hótel eða gistiheimili.

Hótelið/gistiheimilið í hegningarhúsinu við Skólavörðustíg kæmist í hóp Unusual Hotels of the World og kæmist þar í flokk með Langholmen Hotel í Svíþjóð.

Svo má lengi velta því fyrir sér hvort ekki sé upplagt að búa til hótel í gömlum strætisvögnum, skipum og bátum (á láði eða legi) sem og í manngerðum hellum á Íslandi en þeir eru um 200 talsins.


Vefsíða og Fréttabréf leiðsögumanna nýtur meira trausts en helstu fjölmiðlar á Íslandi

Rannsókn undirritaðs leiddi í ljós að félagsmenn Félags leiðsögumanna telja fréttir á vefsíðu félagsins og í Fréttabréfi samtakanna trúverðugri en í öðrum miðlum í samanburðarkönnun.

The Credibility of Online Journalism: The Case of the Iceland Tourist Guide's Website and e-Newsletter (2007).


mbl.is Treysta mbl.is best netmiðla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skattur á ferðamenn

_DSC1436_OssurSkarphedinsson_net

 

 

 

 

 

 

 

Ég vænti þess að starfsfólk í ferðaþjónustu eigi eftir að upplifa meiri breytingar í ferðamálum á Íslandi næstu 30 mánuði en síðustu þrjá áratugi. Í fyrsta lagi verður um  hugarfarsbreytingu að ræða hvað varðar virðingu fyrir starfsgreininni. Í öðru lagi hvernig skipulag ferðamála er háttað sem og fjármögnun ferðamála og síðast en ekki síst, hugsanlega innkomu erlendra fjárfesta.

Össur Skarphéðinsson, ráðherra ferðamála, hélt firnagóða ræðu í upphafi ferðamálaþings Ferðamálastofu sem haldin var á Grand Hótel í gær að viðstöddum á fjórða hundrað áheyrendum.

Málflutningur Össurar vakti þá von í brjósti margra sem starfað hafa í ferðaþjónustu í áratugi, að nú sé fram kominn ráðherra sem sér í réttu ljósi mikilvægi ferðaþjónustunnar sem atvinnugrein, og lýsir sig reiðubúinn að vinna með greininni að framgangi mikilvægra mála. 

Ýmislegt gott kom fram í ræðu ráðherra og þá kannski það helst að nýjar hagtölur sýna að ferðaþjónustan skilar meiri gjaldeyristekna til þjóðarbúsins en áður var talið. Félagar í Samtökum ferðaþjónustunnar, samtökum atvinnurekenda í ferðaþjónustu, leiðsögumenn og aðrir sem starfa við ferðaþjónustu hafa vitað þetta lengi og fagna staðfestingu á því sem þeir vissu.

Össur kynnti byltingarkennda nýjung í ferðaþjónustu á Íslandi, hugsanlegan skatt á ferðamenn, semsagt nýjan tekjustofn sem mundi renna óskertur til ferðamála. Össur kallaði eftir stuðningi frá viðstöddum aðilum í ferðaþjónustu, enda muni eflaust mörg höfuð rísa og lýsa sig mótfallin slíkri skattheimtu.

Ferðamálafræðingar og annað sérhæft starfsfólk í ferðaþjónustu geta glaðst því ákveðið hefur verið að setja á fót rannsóknar- og þróunarsetur í ferðamálum í samvinnu við Háskólann á Hólum, að fengnu samþykki Alþingis.

Össur í pontu á ferðamálaþinginu á Grand Hótel í gær.


mbl.is Ferðaþjónusta efld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flugvelli lokað vegna eldgoss

Eldgos á Íslandi gæti leitt til mikillar röskunar í flugi til og frá landsins. Afleiðingarnar mundu bitna á flugfélögunum og íslenskri ferðaþjónustu. Lesið nánar um hugmyndir höfundar að aðgerðaráætlun fyrir ferðaþjónustuna í landinu. Smellið hér.

Sjá einnig sjónvarpsfrétt á Vísi.is (kemur á eftir frétt um LÍN) þar sem sagt er frá því að búast megi við fjölgun eldgosa vegna hlýnunar jarðar. Þegar jöklar skreppa saman eins og t.d. Vatnajökull, megi búast við fjölgun eldgosa. Horfið á fréttina.


mbl.is Eldfjall rumskar í Ekvador
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einokun drykkjarvara til ferðamanna

Það eru gleðifréttir að flugfarþegar geti, hugsanlega eftir tvö ár, notið drykkjar í flugvélum sem keyptur er á öðrum stað en í flugstöð eða flugvél. Ákveðið einokunarástand hefur ríkt hvað þetta varðar í nafni and-hryðjuverka.


mbl.is Ógilda reglur um vökva
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ferðaþjónustan þarf á krísustjórnun að halda

Gjósi Hekla er nauðsynlegt að koma skilaboðum til innlendra og erlendra ferðamanna áleiðis með skilvirkum og öruggum hætti, t.d. með upplýsingum á vefsíðu, til þess að þeir: a). komi til að njóta gossins. b). komi ekki.

Fólk verður að hafa öruggar heimildir fyrir því hvernig ástandið er á staðnum á hverjum tíma til að geta byggt ákvörðun sína á.

Frétt af eldgosi á Íslandi getur orsakað að ferðskrifstofa hættir við að senda hóp til Íslands, af "öryggisástæðum". Sú ákvörðun er hugsanlega byggð á röngum forsendum sem er bagalegt fyrir innlenda ferðaþjónustuaðila sem missa spón úr aski sínum - og þjóðarbúið, nú á síðustu og verstu tímum í gjaldeyrismálum.

Íslendingar vita af reynslu að gos í Heklu þarf ekki að þýða rask á samgöngum, en það vita útlendingar ekki.


mbl.is Hekla getur gosið hvenær sem er
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ferðaþjónusta leggst af tímabundið á meðan ekki er hægt að fljúga til landsins

Hugsum okkur langvarandi eldgos á Íslandi sem kæmi í veg fyrir flug til og frá landinu. Þegar gos í líkingu við gosið í Lakagígum 1783 verður næst á Íslandi er viðbúið því að ferðaþjónusta leggist af tímabundið á meðan á því varir vegna þess að ekki verður hægt að fljúga til landsins vegna gosefna í lofti. 

Við skulum rétt vona að gosið verði að haustlagi þannig að áhrifa þess gæti sem minnst fyrir ferðaþjónustuna í landinu.

Hitt er svo annað mál að ég hef ekki orðið var við áætlanir yfirvalda né einkaaðila til að bregðast við með upplýsingagjöf í tilvikum sem þessum. Ef fólk fær rangar upplýsingar um umfang eldgoss og áhrif þess á samgöngur er mögulegt að það hætti við ferð til Íslands að óþörfu.

Ég legg til að sett verði á laggirnar sérhæfð almannatengslavefsíða fyrir ferðaþjónustuna sem notuð er við krísuaðstæður. Ferðaskrifstofur erlendis gætu nýtt þessa upplýsingaveitu til að gefa viðskiptavinum sínum réttar upplýsingar, og almenningur gæti nýtt sér þessa þjónustu milliliðalaust.


mbl.is Aukin virkni við Upptyppinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Félag leiðsögumanna leggur sitt af mörkum

Félag leiðsögumanna lýsir sig reiðubúið að liðsinna ferðaskrifstofum í því að finna hæfa og vel menntaða leiðsögumenn til að sinna hópum ferðamanna utan háannar. Sjá tilkynningu frá stjórn Félags leiðsögumanna á vef félagsins.
mbl.is Ferðamálastofa boðar aðgerðir til að fjölga ferðamönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband