Færsluflokkur: Ferðalög
Tökum vel á móti erlendum ferðamönnum
19.10.2008 | 11:11
Það er mikið gleðiefni að Bretar skuli í auknum mæli spáí að koma til Íslands í frí utan háannar, ekki síst núna þegar gjaldeyrisskortur er mikið vandamál á Íslandi. En betur má ef duga skal og ekki þýðir lengur að fækka flugferðum milli landa eins og Icelandair gerði í haust til að bregðast við þá fyrirsjáanlegri minni eftirspurn.
Ég legg til að opinberir aðilar í samstarfi við flugfélögin hefji sérstakt átak til þess að fá enn fleiri ferðamenn til landsins núna og fram í apríl. Félag leiðsögumanna hefur lýst sig reiðubúið til þess að aðstoða ferðaskrifstofur og aðra við það að finna hæfa og vel menntaða leiðsögumenn í þau verkefni sem skjóta upp kollinum.
Þetta væri hægt að útfæra með ókeypis flugferðum til og frá landinu og er t.d. hægt að auglýsa í útvarpsþáttum sambærilegum við Reykjavík síðdegis í Bretlandi og víðar. Þannig væri hægt að koma réttum skilaboðum á réttan stað en skilaboðin eru að sjálfsögðu þau að hér á landi er nánast allt ódýrara fyrir erlenda ferðamenn en áður hefur tíðkast.
![]() |
Mikill áhugi á flugi til Íslands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 11:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Aftur skall hurð nærri hælum í Reynisfjöru
14.10.2008 | 22:07
Ef við hefðum ekki verið á staðnum til að bjarga konunni úr fjörukambinum áður en hana tók á haf út hefði getað farið illa, sagði (Guðmundur) Sigurður Jóhannesson bílstjóri SBA í samtali við vefsíðu Félags leiðsögumanna. Kennslukona um þrítugt frá Norður-Írlandi var hætt komin í Reynisfjöru um hádegisbilið sl. laugardag þegar stór alda felldi hana og hreif næstum með sér í ískallt Norður-Atlantshafið.
Hópur skólabarna sem í voru 15 börn og tveir kennarar kaþólsks skóla á Norður-Írlandi var í námsferð hér á landi frá fimmtudegi til sunnudags í síðustu viku.Það kom stór alda og skellti kennslukonunni flatri og sogið var við það að draga hana á haf út. Ég og hinn kennarinn sem er karlmaður um þrítugt óðum sjóinn upp í mitti og náðum að náðum henni upp, sagði Sigurður. Mér var brugðið svona eftirá þegar konan fór að gráta og okkur varð ljós hættan sem steðjaði að okkur og því lái ég konunni ekki að gráta.
Aðspurður sagði Sigurður að íslenskur leiðsögumaður á vegum IT hafi verið með för og að hún hafi varað fólkið við því að fara of nálægt sjónum. En svo virðist að fólkið hafi ekki gert sér grein fyrir hættunni þrátt fyrir viðvaranir leiðsögumannsins.
Sigurður sem ekið hefur fyrir SBA frá árinu 1999 segir að leiðsögumenn almennt vari fólk við hættunni við Reynisfjöru. Hann segir að alls ekki megi banna fólki að heimsækja fjöruna þótt hún geti verið varhugaverð. Hins vegar kallar Sigurður eftir viðvörunarskilti á áberandi stað við bílastæðið sem og björgunarhring sem hægt væri að grípa til þegar á þarf að halda.
Amerísk kona drukknaði Reynisfjöru í fyrravor og í sumar bárust fréttir af fólki sem var hætt komið í nágrenni við Dyrhólaey.
Þessi grein birtist fyrst á vefsíðu Félags leiðsögumanna.
Ferðalög | Breytt 16.10.2008 kl. 17:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Iceland on sale
14.10.2008 | 19:55
REYKJAVIK, Iceland (eTN) - Visitors to Iceland get twice as many Icelandic krona (ISK) for their currency compared to October last year. The value of Iceland's local currency has plummeted against all major currencies, starting at the end of September this year. The krona's free-fall came in wake of three of the country's largest commercial banks folding as a result of the world's credit-crunch, and their own cash-flow problems.
Lesið greinina "Iceland on sale" eftir mig sem birtist í vefmiðlinum eTurboNews 13. október 2008.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Snúum dæminu við og fáum erlenda ferðamenn til Íslands á lágönn
7.10.2008 | 08:17
Nýtum flugvélar og mannskap til þess að flytja erlenda ferðamenn til Íslands í vetur, höldum uppi samgöngum, atvinnu og bætum í gjaldeyrisforðann.
Hugmyndin er þessi: Bjóðum erlendum gestum ókeypis flug til og frá landinu í vetur. Þeir greiða skatta og þjónustugjöld og fá síðan gistingu, skoðunarferðir og mat á útsölu hér, miðað við gengi dagsins. Ríkissjóður fjármagnar rekstur flugfélaganna að því marki sem nauðsynlegt er.
Ríkissjóður kæmi til með að haganast á þessu á ýmsan hátt. Í fyrsta lagi mundi þetta bæta gjaldeyrisforðann sem virðist vera mál málanna í dag. Í öðru lagi mundi það skapa atvinnu á Íslandi og um leið fækka þeim sem eru á atvinnuleysisskrá. Í þriðja lagi mundi ríkissjóður fá skatta af atvinnutekjum einstaklinga og í fjórða lagi virðisaukaskatt af mat og ýmsum vörum sem ferðamenn kaupa hér á landi.
![]() |
Dregur úr framboði utanlandsferða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ókeypis flugfar til Íslands ein leið til að leysa gjaldeyrisskort
3.10.2008 | 22:01
Hugmyndin:
Ríkið og Flugleiðir gera með sér samning um að bjóða erlendum ferðamönnum ókeypis flug til og frá Íslandi á lágönn.
Aðgerðaráætlun:
Ísland er auglýst sem ódýrt land á helstu markaðssvæðum okkar í fyrsta sinn í langan langan tíma sem mundi væntanlega eiða til aukinnar eftirspurnar.
Ferðamennirnir greiða skatta og umsýslugjöld af flugferðum til og frá Íslandi.
Ríkið greiðir Flugleiðum það sem uppá vantar.
Ferðamennirnir kaupa gistingu, mat, skoðunarferðir í rútum með leiðsögumönnum, vörur og ýmsa þjónustu á ótrúlega hagstæðum kjörum miðað við það sem áður var.
Starfsfólk Flugleiða fær nóg að gera á lágönn og rekstur fyrirtækisins er tryggður.
Starfsfólk í ferðaþjónustu á Íslandi fær nóg að gera á lágönn.
Hótelin standa undir afborgunum á lágönn.
Veitingahúsin fá nóg að gera á lágönn.
Tekjur:
Af þessu fær ríkissjóður bæði tekjuskatt frá starfsfólki í ferðaþjónustu og virðisaukaskatt af sölu vöru og þjónustu sem kæmi væntanlega með að standa undir samningnum við Flugleiði.
Aðgerðin mundi fyrst og fremst auka gjaldeyrisforðann en jafnframt slá á atvinnuleysi og auka tekjur ríkissjóðs.
Er þetta ekki rakið dæmi?
Fulla ferð!
![]() |
Icelandair kynnir nýtt farrými |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Ferðaþjónusta eða ferðamannaiðnaður?
29.9.2008 | 16:22
Ef ég mættir ráða mundi ég tala um ferðaþjónustu = e. tourist industry, og ferðamennsku = e. tourism en aldrei orðið ferðamannaiðnaður.
Sjálfur starfa ég við ferðaþjónustu sem ég á erfitt með að sjá fyrir mér sem ferðamannaiðnað, jafnvel í þeim tilfellum þegar talað er um mikinn fjölda ferðamanna. Þegar svo ber undir er hægt að nota orðið fjöldaferðamennska = e. mass tourism. Og koma svo!
![]() |
Lega Íslands kann að gera landið viðkvæmara fyrir loftlagsbreytingum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Heiðursfélagi Félags leiðsögumanna sæmdur titlinum Sendiherra leiklistar í heiminum
28.9.2008 | 11:57
![]() |
Fyrsti sendiherra leiklistar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 11:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ekki allt meðtalið
26.9.2008 | 21:36
![]() |
Farþegar á skemmtiferðaskipum eyða 400 milljónum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hefjum hjólreiðar til vegs og virðingar, tækifæri í ferðaþjónustu
24.9.2008 | 14:06
Frábært framtak að útbúa hjóla- og göngukort. Þetta segi ég sem fyrrverandi félagi í Hjólreiðafélagi Reykjavíkur. Undanfarin ár hef ég talað fyrir nýsköpun í ferðaþjónustu sem miðast að því að gera hjólreiðarstíg umhverfis landið sem nýtist bæði innlendum og erlendum ferðamönnum.
Hjólreiðastígur umhverfis landið þýðir nýtt tækifæri í ferðaþjónustu á Íslandi.
![]() |
Nýtt kort fæst gefins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Lýsi framleitt úr innfluttu hráefni
4.9.2008 | 08:09
Til hamingju Lýsi! Gott að heimurinn er að uppgötva lýsið sem langamma sagði allra meina bót. Furðulegt þó að fiskveiðiþjóðin mikla þurfi að flyta inn hráefni í lýsi. Það væri gaman að fá að vita ástæðuna fyrir því.
![]() |
Lýsi hf. hefur tvöfaldað útflutninginn á þessu ári |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)