Kallað eftir fagmenntuðum leiðsögumönnum á landsbyggðinni

„Tryggja þarf aukið fjármagn til markaðsstarfs og virkja samtökin Cruise Iceland betur til að styrkja og efla innviði svo sem námskeiðahald vegna svæðisbundinnar leiðsagnar o.fl.“ Þetta kemur fram í nýútkominni skýrslu nefndar á vegum samgönguráðuneytisins um móttöku skemmtiferðaskipa.

Í skýrslunni segir að vöxtur og viðgangur skipaferðamennsku sé fyrst og fremst að þakka tiltölulega fáum aðilum sem hafa haft sérstakann áhuga á verkefninu, m.a. leiðsögufólki. Fram kemur að á árunum 1992 til 2006 höfðu viðkomu í Reykjavíkurhöfn 111 skip alls 787 sinnum.Nefndin kvartar yfir því að erfitt sé að safna saman hópferðabílum til að taka á móti farþegaskipum og þurfi í sumum tilvikum að keyra bifreiðar á milli landshluta. „Sama vandamál er hvað varðar leiðsögumenn, sérstaklega þegar óskað er eftir leiðsögn á öðru tungumáli en ensku.“

 

Nefndin bendir á að fyrirsjáanlegt sé að fjölga þurfi hópferðabifreiðum og dreifa og jafna álagi með því að beina skemmtiferðaskipum inn á fleiri hafnir auk þess sem skoðunarferðir yrðu farnar á fleiri staði en nú er gert. Í því sambandi bendir nefndin á skort á salernum á sumum stöðum. Síðar í skýrslunni er fjallað sérstaklega um möguleika á því að nýta hafnir Fjarðarbyggðar, s.s. Neskaupstað, Eskifirði, Reyðarfirði, Fáskrúðsfirði, Mjóafirði og Stöðvarfirði.

Niðurstöður og tillögur Nefndin leggur til að „aðilar í ferðaþjónustu komi á samvinnu við rekstraraðila skemmtiferðaskipa til að búa til fleiri valkosti sem bjóða bæði upp á náttúruskoðun og möguleika á að auka þekkingu á náttúruöflum, dýralífi og gróðurfari landsins með leiðsögn sérfræðinga.“ Ennfremur að „leggja þurfi áherslu á að byggja upp leiðsöguþekkingu á hverju svæði fyrir sig.“ Formaður nefndarinnar var Gísli Gíslasson en aðrir í nefndinni voru Gunnar Rafn Birgisson, Helga Haraldsdóttir, Hörður Blöndal, Sigríður Finsen og Rúnar Guðjónsson starfsmaður samgönguráðuneytisins. Skýrslan er samtals 63 blaðsíður.  

Nefnd um móttöku skemmtiferðaskipa. 25. október 2007.

-shv/ritnefnd 2.11.2007

Bætt aðstaða fyrir skemmtiferðaskip skapar aukin tækifæri, mbl.is, 2.11.2007

Þjónustuhús fyrir skemmtiferðaskip. Vefsíða FL, 13.4.2007

Aldrei fleiri skemmtiferðaskip. Vefsíða FL, 27.2.2007

Ljósmyndir af skemmtiferðaskipum við Skarfabakka eftir Kjartan Pétur Sigurðsson.


mbl.is Bætt aðstaða fyrir skemmtiferðaskip skapar aukin tækifæri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband