Hjólreiðastígar eru tækifæri fyrir ferðaþjónustu

Ég legg til að það verði skoðað hvort ekki megi leggja hjólreiðastíg meðfram Reykjanesbraut, Vesturlandsvegi og svo meðfram öllum hringveginum vegna þess að ég er sannfærður um að slíkan stíg er hægt að markaðssetja fyrir erlenda ferðamenn.

Sívaxandi fjöldi erlendra ferðamanna sem heimsækir Ísland kýs að ferðast um landið á reiðhjóli. Oftast verður vart við hjólreiðafólk á Reykjanesbraut sem síðan dreifist um landið.

Hjólreiðar eru í eðli sínu nátengdar útivist, náttúruvernd, heilsusamlegri hreyfingu, sjálfbærni og fleiri þáttum sem erlendir ferðamenn sækjast eftir þegar þeir heimsækja Ísland.


mbl.is Akvegirnir tvöfaldaðir en hvar eru hjólreiðastígarnir?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kári Harðarson

Ef ég fæ hjólaleið frá Reykjavík til Hafnarfjarðar verð ég ánægður.  Ég er búinn að fylgjast nógu lengi með sinnuleysi í hjólamálum til að vita að það er ekki von á hjólahringvegi í kringum landið.

Yfirvöld hafa ekki skoðun á hjólamálum.  Enginn valdsmaður hefur þau á sinni könnu.  Þau skipta engu máli.  Þú getur alveg eins talað um réttindi pípureykjandi nunna.  Málaflokkurinn er einfaldlega ekki til.

Kári Harðarson, 26.5.2008 kl. 11:42

2 Smámynd: Morten Lange

VSÓ hafa sótt um pening úr sjóði hjá Vegagerðinni til að gera úttekt á hjólreiðanet fyri Ísland. Lítið er til hins Evrópska hjólreiðanet, Eurovelo : www.eurovelo.com

VSÓ virðist reyndar hafa gleymt að hafa samband við Eurovelo...  og þeir (EuroVelo-tengiliðir LHM) eru pínu "svekktir"...

European Cyclists' Federtaion, þar sem Landssamtök hjólreiðamanna (LHM) eiga aðild, halda utanum þetta verkefni að miklu leyti, og oft hefur verið leitað til okkar um að reyna að ýta þessu úr vör hér á Íslandi, en orka / starfskraft og peniga hafa skort. Já og að hluta hafi skort trú á að svoleiðis verkefni mundu fá nægilega meðbýr hérlendis enn um hrið. Bensíverðið búið að vera alltof lágt í hálfa öld, og engin skilning hafi verið á því að einka/fjölskyldu-bílinn verði alldrei yfirgnæfandi lausnin í samgöngumálum þéttbýlis.  Þrátt fri vaxandi straumur ferðamanna á hjólum, gætir enn "hænan-og-eggoð ástand" v. hjólreiðabrautir.   Og fólk heldu að veðrið sésvo slæmt og að hjólreiðamenn ekki skilja neinn pening eftir í landinu, sem ku vera öfugt við reynsluna erlendis.

En ef þú hefur tenginga við ferðamannaiðnaðinn og getur safnað saman ahugasamt og áhrifamikið fólk, sem hefur sömu hugsjón og þú lýsir, þá gæti þetta farið að rúlla.


Like a rolling stone...

Í kvöld syngur Bob Dylan vonandi í Laugardalshöll : "And the times they are a-changing" !

Morten Lange, 26.5.2008 kl. 22:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband