Yfirmaður landvarða verður að sýna gott fordæmi

Nýráðinn framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs hefði betur stutt landvörðinn í þessu máli. Umhverfisstofnun menntar landverði og kynnir fyrir þeim gildandi lög og reglugerðir, þ.á.m. lög um náttúruvernd.

Lögum samkvæmt er utanvegaakstur bannaður.

Yfirmaður landvarðar hefði átt að ganga fram fyrir skjöldu með góðu fordæmi og styðja landvörðinn.

Ætla mætti að landvörðurinn og nýráðinn framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs séu í sama liði - en svo er greinilega ekki.

Mun nýráðinn framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs hunsa önnur lög og reglugerðir?

Í lögum um náttúruvernd 1999 nr. 44 segir þetta í 17. gr. Akstur utan vega.
Bannað er að aka vélknúnum ökutækjum utan vega. Þó er heimilt að aka slíkum tækjum á jöklum, svo og á snjó utan vega utan þéttbýlis svo fremi sem jörð er snævi þakin og frosin.


mbl.is Stóð 40 tonna bíla að utanvegarakstri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það hefur, undanfarin ár ríkt óþolandi sinnuleysi gagnvart þessum lögbrotum. Til dæmis á rjúpnaveiðitímanum á norð-austurlandi og ég hef séð á heiðum í nágrenni höfuðborgarinnar, þegar fyrsti snjór vetrarins fellur þá byrja menn að aka utan vega og telja sig vera í rétti, vegna þess að jörð er hvít en þá er aðeins millimetra snjólag og ökutækin skemma jafn mikið og þegar ekið er að sumarlagi. Þetta framtak Hermanns er gott fordæmi og verður vonandi til þess að fólk verði ófeimnara að gera eitthvað í málinu þegar það verður vitni að svona löguðu. Það er önnur frétt hérna á vefnum um starfsmenn neyðarlínunnar sem fóru með vinnuvélar yfir mýrar og mosa án þess að spyrja landeigendur. Hvernig væri að birta nöfn þessara manna í fjölmiðlum. ætli það hafi ekki fælingarmátt.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 11.8.2008 kl. 10:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband