Vatnsaflsvirkjun eða kjarnorkuver?

Kjarnorkuver í fjalli á Vestfjörðum sem framleiðir 2.000 MW mundi bjarga því sem eftir er af fossum og jarðhitasvæðum á Íslandi, í að minnst kosti 10 ár miðað við þróun í byggingu álvera.

Álverið í Helguvík kemur til með að nota 700 MW sem varla er hægt að afla í heimabyggð, samkvæmt fréttaflutningi, jafnvel þótt öll jarðhitasvæði á Reykjanesskaga séu nýtt og neðri hluti Þjórsár að auki.

Orkufrekur iðnaður hefur neikvæð áhrif á upplifun ferðamanna vegna umhverfisáhrifanna sem af honum hlýst. Jarðhitasvæði og vatnsföll er mesta aðdráttarafl landsins en hart er sótt að hvoru tveggja í þeim tilgangi að þjóna orkufrekum iðnaði.

Vestfirðingar geta slegið þrjár flugur í einu höggi með því að byggja kjarnorkuver inni í fjalli; framleitt orku sem fullnægir orkuþörf landsins næstu 10 ár, bjargað því sem eftir er af jarðhitasvæðum og vatnsföllum í þágu ferðaþjónustunnar í landinu og komandi kynslóða, og svo er alltaf hægt að bora nokkur bílfær göng fyrir rafmagnskaplana.

Nægt kalt vatn er í fjörðunum til að kæla kjarnaofninn og svo er tilvalið að grafa/bora inn í eitt fjall og skilja geislavirkan úrgang eftir þar.

Ef einhverjum finnst þessi hugmynd rugl, hvað finnst ykkur þá um olíuhreinsunarstöð á Vestfjörðum?


mbl.is Vilja skoða stóra virkjun á Vestfjörðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband