Kerið í Grímsnesi: Ferðamenn í skipulögðum ferðum óvelkomnir
2.7.2008 | 22:20
2.7.2008. Kerfélagið krefst þess að ferðaskrifstofur og ferðaskipuleggjendur sem leggja leið sína að Kerinu greiði afnotagjald fyrir og segja það gert til að vernda svæðið. Talsmenn ferðaskrifstofa og ferðaskipuleggjenda segja að Kerfélagið ætli sér að græða á Kerinu með því að selja að því aðgang og benda á að slík innheimta skapi slæmt fordæmi sem kæmi niður á ferðaþjónustu á Íslandi.
Kerfélagið hafði samband við tvo stóra ferðaþjónustuaðila fyrir nokkru síðan og bauð þeim að kaupa aðgang að Kerinu fyrir 3-500 krónur fyrir hvern gest. Báðir aðilar neituðu að greiða aðgang að svæðinu. Að óbreyttu munu þessir aðilar hætta að koma við í Kerinu þegar frestur Kerfélagsins rennur út þann 15. júlí næstkomandi.
Annar aðilinn hefur nú þegar tekið Kerið út úr leiðarlýsingum í bæklingum sínum og hinn aðilinn gefur út nýjan bækling þar sem búið er að taka Kerið út, strax um helgina.
Kerið er vinsæll viðkomustaður innlendra og erlendra ferðamanna og stendur rétt sunnan við Biskupstungnabraut í Grímsnesi á leiðinni frá Reykjavík að Gullfossi og Geysi. Kerið er 6.500 ára gamall 55 metra djúpur gígur með tjörn, 7-14 metrar að dýpt, en dýptin sveiflast í takt við grunnvatnsstöðu svæðisins.
Sækjumst hvorki eftir tekjum né útgjöldum
Við höfum ákveðið að loka fyrir aðgang að Kerinu fyrir hópa í skipulögðum rútuferðum frá 15. júlí næstkomandi. Við viljum ekki hindra aðgang almennings um landið en grípum til þessarar ráðstöfunar gagnvart þessum fjölmenna hópi með það fyrir augum að minnka áníðslu á landinu, segir Óskar Magnússon, framkvæmdastjóri Kerfélagsins og einn 10-20 eigenda Kersins og landsins umhverfis.
Óskar neitar því að þessi ráðstöfun hafi fordæmisgildi fyrir aðrar náttúruperlur á Íslandi sem eru í einkaeigu. Við keyptum þetta land fyrir um átta árum síðan með það fyrir augum að vernda það fyrir átroðningi ferðamanna en ekki til þess aðhafa það að féþúfu. Við sækjumst ekki eftir tekjum en þar af leiðandi sækjumst við ekki heldur eftir útgjöldum. Eftir að við eignuðumst landið beittum við okkur fyrir því að styrkur fékkst frá Ferðamálaráði til að lagfæra umhverfi Kersins sem þá hafði orðið fyrir verulegum spjöllum eftir áralangan átroðning. Nú stefnir í sama farið nema spyrnt verði við fótum.
Samráð við ferðaskrifstofur
Viðræður hafa staðið í nokkurn tíma milli Kerfélagsins og tveggja stærstu fyrirtækja landsins sem bjóða upp á dagsferðir út frá Reykjavík um að þessi fyrirtæki taki þátt í kostnaði við að halda svæðinu við.
Óskar segist illa við að þurfa takmarka aðgengi fólks að Kerinu en eitthvað þurfi að gera. Eðlilegast er að ferðaskrifstofur sem hafa tekjur sínar af því að selja útsýni og skipuleggja ferðir um náttúru Íslands standi straum af viðhaldskostnaði við Kerið og við aðrar náttúruperlur.
.
Það má spyrja sig að því hvort það eigi ekki við hér sem enddranær að þeir sem njóti tiltekinna gæða greiði fyrir þau. Kannanir hafa sýnt að ferðamenn eru almennt tilbúnir til þess ekki síst ef þeir vita að fjármunirnar renna til þess að viðhalda ferðamannastöðum og vernda náttúruna. Við könnuðum áhuga tveggja ferðaskrifstofa á því að greiða fyrir afnot svo unnt væri að halda þessu áfram óbreyttu en sú hugmynd fékk ekki hljómgrunn.
Bannskiltið tilbúið
Búið er að útbúa bannskilti sem til stendur að koma fyrir við Biskupstungnabraut. Skiltið er rautt og gult á litinn og á því er texti á íslensku og ensku. Eigendur telja sig í fullkomnum rétti að takmarka aðgengi og vísa til sterkrar stöðu eignaréttar á Íslandi. Að svo komnu stendur ekki til að hafa vakt á svæðinu né óska eftir aðstoð lögreglu, heldur höfða til samvisku þeirra sem fara um svæðið og almennrar kurteisi að fara eftir óskum landeigenda.
Stofnendur Kerfélagsins voru Óskar Magnússon sem gegnir starfi framkvæmdastjóra félagsins, Sigurður Gísli Pálmason, Jón Pálmason og Ásgeir Bolli Kristinsson en eigendur Kersins eru á milli 10 og 20 talsins.
Viðbrögð Ferðamálastofu og Samtaka ferðaþjónustunnar
Samtök ferðaþjónustunnar (SAF), samtök atvinnurekenda í ferðaþjónustu, lýsa furðu sinni yfir ákvörðun Kerfélagsins að banna fólki í hópbifreiðum að heimsækja Kerið. Í þessu sambandi vísa samtökin til náttúruverndarlaga þar sem kveðið er á um að almenningi sé heimil för um landið í lögmætum tilgangi. Ennfremur benda samtökin á þá undarlegu staðreynd að ferðamönnum sé mismunað eftir því hvort þeir ferðist með rútu eða einkabíl.
Kerfélagið sendi Ferðamálastofu erindi um fyrirætlanir sínar fyrir nokkrum vikum. Engin viðbrögð hafa komið þaðan enn sem komið er.
Stefán Helgi Valsson
Þessi grein birtist fyrst á vefsíðu Félags leiðsögumanna
![]() |
Aðgangur að Kerinu í Grímsnesi takmarkaður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 22:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hjólreiðastígar eru tækifæri fyrir ferðaþjónustu
26.5.2008 | 09:15
Ég legg til að það verði skoðað hvort ekki megi leggja hjólreiðastíg meðfram Reykjanesbraut, Vesturlandsvegi og svo meðfram öllum hringveginum vegna þess að ég er sannfærður um að slíkan stíg er hægt að markaðssetja fyrir erlenda ferðamenn.
Sívaxandi fjöldi erlendra ferðamanna sem heimsækir Ísland kýs að ferðast um landið á reiðhjóli. Oftast verður vart við hjólreiðafólk á Reykjanesbraut sem síðan dreifist um landið.
Hjólreiðar eru í eðli sínu nátengdar útivist, náttúruvernd, heilsusamlegri hreyfingu, sjálfbærni og fleiri þáttum sem erlendir ferðamenn sækjast eftir þegar þeir heimsækja Ísland.
![]() |
Akvegirnir tvöfaldaðir en hvar eru hjólreiðastígarnir? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Riddarar Hallargarðarins riðu í gegnum Ráðhús Reykjavíkur
6.5.2008 | 14:37
Kapparnir Benedikt Erlingsson og Hilmir Snær Guðnason bættu um betur eftir að hafa áð í Hallargarðinum og riðu í gegnum Ráðhús Reykjavíkur til að undirstrika kröfur hollvinafélagsins.
![]() |
Óska eftir umræðu um Hallargarðinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 16:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Leiðsögumenn velta fyrir sér hvor Mona Lisa komi til Íslands í sumar
6.5.2008 | 08:43
Leiðsögumenn velta því fyrir sér hvort skipið verði í siglingum í sumar enda hefur það vanið komur sínar til Íslands.
Ráðgert er að skipið komi til Reykjavíkur 9. júní og til Akureyrar daginn eftir.
Ferðaskrifstofan Atlantik sér um að taka á móti ferðamönnum af skipunu og skipuleggur skoðunarferðir með þýskumælandi leiðsögumönnum, setji strandið ekki strik í reikninginn.
Það er bagalegt þegar svona gerist en það er ekki útséð um hvort hægt verði að draga skipið af strandstað né hvort það missi af ferðinni til Íslands, segir Ólafía Sveinsdóttir hjá Atlantik. Skipið virðist ólaskað og hugsanlega verður hægt að draga það á flot þótt tilraunir í þá átt hafi misstekist til þessa. Við fáum að vita hverjar afleiðingar strandsins verða eftir viku til 10 daga, segir Ólafía.
Atlantik er ekki tryggt fyrir atburðum vegna force majeure. Ef skip kemst ekki inn vegna veðurs og þarf að sigla framhjá, eins og gerst hefur í september, höfum við borið það tjón, greitt leiðsögumönnum útkall samkvæmt kjarasamningi, bíleigendum og veitingastöðum.
Að sögn Ólafíu er þetta strand ekki einsdæmi því Maxim Gorki sigldi á ísjaka, Vista Mar strandaði og Hanseatic lenti í vandræðum áður en það kom til Íslands. Það sem er bagalegast er þegar skip dettur út og er bókað í margar ferðir til Íslands.
Samtals eru 984 um borð í skipinu sem skráð er á Bahamaeyjum. Ferðamennirnir um borð eru flestir þýskir og eru ekki taldir í hættu. Skipstjórinn er grískur.
Fólkið dvaldi um borð í nótt en er ekki talið í hættu enda fjögur önnur skip komin á svæðið.
Mona Lisa hallar örlítið en fólkið um borð er í góðu yfirlæti.
Skipið var á leið frá Kiel í Þýskalandi til Ríga í Lettlandi þegar það strandaði í um 200 kílómetra fjarlægð frá áfangastað.
Lesið fréttir á erlendum fréttasíðum og horfið á myndband frá slysstaðnum, smellið hér.
Stefán Helgi Valsson
Heimasíða Félags leiðsögumanna þar sem þessi grein birtist fyrst.
![]() |
Fólki bjargað af strandaðri ferju |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 08:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hallargarðurinn er gott leiksvæði fyrir börn
6.5.2008 | 08:38
![]() |
Hilmir Snær og Benedikt ríða í bæinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 09:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Leiðsögumenn gríðarlega mikilvægir fyrir öryggi ferðamanna
30.4.2008 | 08:09
Sameiginlegt meginhlutverk allra leiðsögumanna er að tryggja eins og kostur er öryggi sitt og gesta. Í starfi gönguleiðsögumanna vegur þessi þáttur mjög þungt.
Leiðsögn, fræðsla, rötun, félagsskapur, skemmtun, túlkun, tenging við heimamenn og fleira er meðal þess sem leiðsögumenn gera.
![]() |
Leiðsögumaðurinn hvarf ofan í jökulsprungu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Einhver bið á raunfærnimati fyrir leiðsögumenn
24.4.2008 | 21:52
Raunfærnimat fyrir leiðsögumenn veltur á kostnaði og fjármagni en í dag er allt slíkt fjármagn eyrnamerkt ákveðnum hópum, segir Hildur Elín Vignir, framkvæmdastjóri IÐUNNAR fræðsluseturs.
Ólíklegt er að fé fáist á þessu ári en hugsanlega á næsta ári þótt of snemmt sé að fullyrða um það. Niðurstaðan byggist á ákvörðun samningsaðila. IÐAN fræðslusetur sem er m.a. í eigu Samtaka atvinnurekenda í ferðaþjónustu (SAF) mundi, ef til kemur, þróa aðferðafræði raunfærnimats leiðsögumanna í samstarfi við Félag leiðsögumanna og Leiðsöguskóla Íslands.
FL og Leiðsöguskóli Íslands hafa lýst sig reiðubúin til samstarfs. Kröfur sem gerðar yrðu til raunfærnimatsins kæmu frá stjórn Félags leiðsögumanna. Almennt miðast raunfærnimat við einstaklinga sem eru 25 ára eða eldri. Raunfærnimatið felst m.a. í sjálfsmati einstaklingsins, gerð ferilmöppu, gátlista og viðtali með matsaðilum.
Hugsanlegt er að einstaklingur standist alla þætti raunfærnimatsins sem jafngildir lokaprófi frá viðurkenndri menntastofnun. Hins vegar er líklegt að viðkomandi þurfi að bæta við sig námi á ákveðnum sviðum og það viðbótarnám yrði í boði hjá Leiðsöguskóla Íslands. Hljóti raunfærnimat fyrir leiðsögumenn samþykki samningsaðila atvinnulífisins, sem fær fjármagn frá menntamálaráðuneytinu í tengslum við kjarasamninga, mun IÐAN koma til með að þróa aðferðafræðina vegna raunfærnimats leiðsögumanna.
Markmiðið með raunfærnimatinu er að fækka ófæglærðum á vinnumarkaði á næstu árum. Féð sem lagt er til þessa málaflokks er eyrnamerkt til þess að hjálpa einstaklingum sem flosnað hafa frá námi til þess að ljúka burtfararprófi eða sveinsprófi í löggiltum iðngreinum. Leiðsögunámið fellur sem stendur utan við þessa skilgreiningu, segir Hildur.
.
Þessi texti birtist fyrst 22.4.2008 á heimasíðu Félags leiðsögumanna.
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 22:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nemendur frá Leiðsöguskólanum á fullri ferð á sumardaginn fyrsta
24.4.2008 | 21:44
Fimm nemendur frá Leiðsöguskóla Íslands, Pétur J. Jónasson, Sigurður G. Tómasson, Sigurður Óðinn Arnarsson, Sigurjón Njarðarson og Bryndís Marsibil Gísladóttir, leiðsögðu gestum í ferðum á vegum Höfuðborgarstofu á sumardaginn fyrsta.
Pétur leiðsagði í 4 tíma rútu- og gönguferð að Tröllafossi í Mosfellsdal, Sigurður G. gekk með gestum um Heiðmörk, Sigurður Óðinn leiðsagði gestum að Hellisheiðarvirkjun og Sigurjón og Bryndís leiðsögðu gestum um sögu eyjarinnar.
Sjálfur fór ég með fjölskyldunni að skoða Tröllafoss.
Sjá nánar á vefsíðu Félags leiðsögumanna
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 21:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Langvarandi verkfall í ferðaþjónustu í uppsiglingu
18.4.2008 | 22:18
Flugfreyjur, flugmenn og leiðsögumenn ferðamanna óska eftir hærri launum en tala fyrir daufum eyrum. Flugfreyjur og flugmenn eru tilbúnir að fara í verkfall og kannski leiðsögumenn.
Langvarandi verkfall í ferðaþjónustu getur verið í uppsiglingu. Ef allt fer á versta veg gæti farið svo að flugfreyjur fari í verkfall. Eftir einhvern tíma, þegar samið hefur verið við flugfreyjur, fara flugmenn í verkfall. Eftir einhvern tíma, þegar samið hefur verið við flugmenn, fara leiðsögumenn í verkfall.
Slitnað hefur upp úr kjaraviðræðum Félags leiðsögumanna (FL) og Samtaka atvinnurekenda í ferðaþjónustu (SAF). Málinu hefur verið vísað til ríkissáttasemjara og allsendis óvíst hvað kemur út úr þeim sáttaumleitunum.
![]() |
Flugfreyjur funda aftur á miðvikudag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt 19.4.2008 kl. 12:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Nær 60 nemendur útskrifast frá Leiðsöguskóla Íslands í maí 2008
15.4.2008 | 21:25
Útskrifaðir nemendur bætast í hóp rúmlega 1.000 fagmenntaðra leiðsögumanna sem útskrifast hafa frá Leiðsöguskóla Íslands.
Hringferð nemenda í almenna náminu fer fram 15-20. maí og æfingaferð gönguleiðsögumanna 15-19. maí. Nemendur búa yfir fjölbreyttum tungumálum að vanda, s.s. ensku, frönsku, ítölsku, þýsku, sænsku, dönsku, norsku, hollensku og rússnesku.
Útskrift leiðsögumanna verður í Digranesskirkju 22. maí klukkan 16:00-17:30.
Ólöf Ýrr Atladóttir nýskipaður ferðamálastjóri skrifar undir skírteini útskriftarnema í fyrsta sinn.
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 21:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)