Ferðaþjónustan þarf á krísustjórnun að halda

Ísland þarf á krísustjórnun að halda fyrir ferðaþjónustuna. Gjósi Hekla er nauðsynlegt að koma skilaboðum til innlendra og erlendra ferðamanna áleiðis með skilvirkum og öruggum hætti, t.d. með upplýsingum á vefsíðu, til þess að þeir: a). komi til að njóta gossins. b). komi ekki.

Fólk verður að hafa öruggar heimildir fyrir því hvernig ástandið er á staðnum á hverjum tíma til að geta byggt ákvörðun sína á.

Frétt af eldgosi á Íslandi getur orsakað að ferðskrifstofa hættir við að senda hóp til Íslands, af "öryggisástæðum". Sú ákvörðun er hugsanlega byggð á röngum forsendum sem er bagalegt fyrir innlenda ferðaþjónustuaðila sem missa spón úr aski sínum - og þjóðarbúið, nú á síðustu og verstu tímum í gjaldeyrismálum.

Íslendingar vita af reynslu að gos í Heklu þarf ekki að þýða rask á samgöngum, en það vita útlendingar ekki.


mbl.is Eldgos í Alaska
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Stefán Helgi

Ég hef litlar áhyggjur af Heklu, nema þá helst að hún svíkist um að gjósa. Áhyggjur mínar eru allar af völdum Kötlu sem er senn "full meðgengin" og jafnvel rúmlega það. En einnig og ekki síður af Upptyppingum (og því svæði) og Vatnajökli. Er ég hræddur um að einhverjir muni afpanta ferðir fari allt af stað á öðrum hvorum eða báðum stöðum. En hins vegar koma einhverjir í staðin til að "njóta" hamfaranna og etv. ferðalangar sem dvelja lengur og skilja meira eftir af aurum.

En mikið rétt, við þurfum að passa okkur að eiga frumkvæðið af fréttaflutningi ef eitthvað gerist svo við getum stýrt viðbrögðunum og takmarkað hugsanlegan skaða.

Steini

Þorsteinn Svavar McKinstry (IP-tala skráð) 24.3.2009 kl. 00:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband